Íslenzkir þjóðhættir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2009 | 4.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2009 | 4.890 kr. |
Um bókina
Stórvirkið Íslenzkir þjóðhættir kom fyrst út árið 1934 og hlaut strax geysigóðar viðtökur. Þegar bókin var endurútgefin árið 1945 var fullyrt á bókarkápu að þar færi „…sú bók íslenzk sem tvímælalaust hefur hlotið bezta dóma“. Bókin hefur verið ófáanleg um nokkurt skeið, sem hefur verið til vansa.
Séra Jónas vann sannkallað afreksverk með skráningu þjóðháttanna samhliða öðrum tímafrekum störfum og verk hans hefur réttilega skipað virðingarsæti í íslenskri bókmenningu. Það er einkar læsilegt og skemmtilegt, lipurlega skrifað og höfðar til alls almennings. Jónasi sjálfum auðnaðist ekki að leggja lokahönd á verkið meðan hann lifði og það kom í hlut Einars Ól. Sveinssonar að búa verkið til prentunar og fylgja því úr hlaði með greinargóðum inngangi. Tryggvi Magnússon myndskreytti verkið af sínu kunna listfengi.
Sú útkoma sem nú kemur fyrir almenningssjónir telst 4. útgáfa verksins, en byggir á upprunalegu útgáfunni. Halldóra J. Rafnar, sonarsonardóttir séra Jónasar, fylgir þessari útgáfu úr hlaði með aðfararorðum.
Þessi merka bók séra Jónasar frá Hrafnagili er meðal hornsteinanna í íslenskri bókmenningu og kemur nú út í 4. útgáfu eftir að hafa verið ófáanleg um langt skeið. Íslenzkir þjóðhættir mörkuðu þáttaskil í þjóðfræðum hér á landi og bókin hefur staðist tímans tönn með einskærum glæsibrag, enda er hún afar skemmtileg aflestrar og stútfull af tímalausum fróðleik um líf forfeðra okkar. Fjölmargar og margrómaðar skýringarmyndir Tryggva Magnússonar prýða bókina.
Opna gefur út.