Íslenskir sláttuhættir
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 352 | 5.990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 352 | 5.990 kr. |
Um bókina
Í Íslenskum sláttuháttum kappkostar fræðimaðurinn Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri að lýsa amboðum og áhöldum til sláttar og slætti allt frá landnámsöld til nútíma. Það að afla heyforða handa kvikfénaði var undirstaða mannlífs hér á landi, og því skiptu allar framfarir í verktækni og vinnubrögðum miklu máli. Bjarni skerpir sérstaklega sýn á þá nýju ljái sem sannarlega ollu byltingu í verkháttum og juku afköst svo um munaði. Jafnframt gerir hann grein fyrir öllum þáttum öðrum sem slættinum tilheyrðu; brýnslu, rakstri, verktækni og verkviti.
Höfundurinn lýsir markmiðum sínum þannig: „Ætlunin með þessu ritverki er að safna á einn stað sem mestu af fróðleik um slátt á Íslandi í aldanna rás í þeim tilgangi að fá hugmynd um eðli, þróun og breytingar amboða og verkhátta. Skrifin eru einnig hugsuð sem framlag til varðveislu verkþekkingar. Með þessum þáttum um orfið og ljáinn, og raunar hrífuna líka, í aldanna rás eru lögð drög að íslenskri sláttusögu.“
Bókin er litprentuð og búin fjölmörgum ljósmyndum og skýringarmyndum, og gagnlegum skrám. Bjarna Guðmundssyni er einkar lagið að miðla fróðleik sínum á aðgengilegan hátt, eins og hann hefur sýnt í fyrri verkum (sínum), m.a. um Ferguson og Farmall svo og hestaverkfæri fyrri tíðar. Hann hefur jafnframt átt stærstan þátt í að byggja upp Landbúnaðarsafn Íslands á Hvanneyri.
„Í raun má segja að hér sé um grunnrannsókn að ræða þar sem dreginn er saman á einn stað og af mikilli nákvæmni allur sá fróðleikur sem skiptir máli í sambandi við slátt. Þetta verk Bjarna er því merkilegt og nýstárlegt framlag til þjóðfræði- og sagnfræðirannsókna á Íslandi.“
– Lilja Árnadóttir og Ágúst Ólafur Georgsson, fagstjórar hjá Þjóðminjasafni Íslands