Íslenskir hellar

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Pakkar 2006 16.990 kr.
spinner

Íslenskir hellar

16.990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Pakkar 2006 16.990 kr.
spinner

Um bókina

Íslensk náttúra kemur okkur stöðugt á óvart í fjölbreytni sinni og sláandi fegurð. Í þessu mikla verki er lýst undraveröld hraunhellanna á Íslandi sem hingað til hefur verið flestum hulin. Með stórfenglegum myndum og uppdráttum er lýst á fimmta hundrað hellum og um fæsta þeirra hefur verið fjallað á prenti fram til þessa. Bókin færir lesendum gríðarlega viðbót við lýsingu landsins því hellarnir eru samanlagt liðlega hundrað kílómetrar að lengd.

Hellafræðin er kynnt ítarlega til sögunnar og tilurð hraunhella útskýrð á glöggan og aðgengilegan hátt. Fjallað er um hraunrennsli og þær einstæðu myndanir sem íslenskir hraunhellar geyma og gerð grein fyrir hellarannsóknum, hellamennsku og umgengni í hellum. Þá er í verkinu að finna nákvæma staðsetningu flestra hellanna. Með hjálp tæplega þúsund stórfenglegra ljósmynda er hulunni svipt af heillandi veröld og lesendum boðið í ferðalag sem seint gleymist.

Höfundur verksins, Björn Hróarsson, er jarðfræðingur og hellafræðingur sem stundað hefur rannsóknir á hraunhellum í aldarfjórðung. Hann hefur notið aðstoðar fjölmargra hellamanna og sérfræðinga á ýmsum sviðum við að draga upp þessa ítarlegu lýsingu, til dæmis eiga um 40 ljósmyndarar, innlendir og erlendir, myndir í bókinni. Allt leggst hér á eitt við að ljúka upp ævintýralegum leynislóðum sem fáir hafa kynnst og vitjað.

Verkið var tilnefnt til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2006.

Tengdar bækur

2.790 kr.
3.090 kr.
5.590 kr.
13.490 kr.
3.690 kr.
1.790 kr.
5.390 kr.
4.590 kr.
3.690 kr.
9.190 kr.

INNskráning

Nýskráning