Ísland í allri sinni dýrð
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 159 | 3.790 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 159 | 3.790 kr. |
Um bókina
Ísland er í mörgu tilliti land andstæðna. Þar tekst ljósið á við myrkrið, ísinn við eldinn; öræfakyrrðin á sér andhverfu í öskrandi briminu við ströndina og hrjóstrið á hálendinu á fátt sameiginlegt með blómskrúðinu og gróskunni sem finna má víða í skjólsælum unaðsreitum. Fyrir þá sem í landinu búa verða þessar andstæður kannski hvunndagslegar en þeir sem sækja landið heim um stundarsakir heillast af þeirri fjölbreytni sem íslensk náttúra geymir.
Ljósmyndararnir Erlend og Orsoyla Haarberg féllu kylliflöt fyrir Íslandi og hrifust einkum af andstæðunum sem blöstu við þeim hvarvetna. Þau komu hingað jafnt um sumar sem vetur og lögðu sig í framkróka við að ferðast utan alfaraleiða. Þau búa líka yfir þolinmæði og útsjónarsemi sem til þarf ef fanga á unaðsleg og ógleymanleg augnablik á filmu, enda hafa þau bæði hlotið ótal alþjóðleg verðlaun fyrir ljósmyndir sínar. Texti Unnar Jökulsdóttur er í senn fræðandi og aðgengilegur; gerir grein fyrir tilurð landsins og einkennum lífríkisins á glöggan hátt og staðsetur og útskýrir ljósmyndirnar.
Þessi bók er engum lík og lýsir svo sannarlega Íslandi – í allri sinni dýrð.
Bókin er einnig fáanleg á ensku, frönsku og þýsku.
****
„… [V]arla glittir í mannvirki og áhorfandinn fær á tilfinninguna að menn búi varla í þessu töfralandi. Því vissulega er það töfrum líkast, svo næmir eru ljósmyndararnir fyrir birtu og skuggum, litum og hverskyns andstæðum í veðri, áferð og formum. … Unnur er mátulega léttleikandi í texta sínum og gæðir viðfangsefnið lífi … [A]far vel prentað og heilsteypt úrval ljósmynda, eftir fært fagfólk á sínu sviði. Það er glæsilegt land sem birtist hér í allri sinni dýrð.“
Einar Falur Ingólfsson / Morgunblaðið