Innra augað
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 266 | 6.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2012 | 266 | 6.290 kr. |
Um bókina
Titill þessarar bókar, Innra Augað, vísar til þess að heilinn er stærsta skynfærið. Þegar við sjáum er langt í frá að við skynjum einfaldlega það ljós sem berst inn um sjáöldrin. Öðru nær. Sjónskynjun felur í sér geysiflókin úrvinnslu- og túlkunarferli.
Í bókinni fjallar Árni Kristjánsson sálfræðingur og taugavísindamaður um hlutverk hugans í sjónskynjun og hvernig slíkar hugmyndir hafa þróast í hugmyndasögunni. Fjölmörg athyglisverð dæmi eru nefnd til vitnis um hvernig hugurinn ræður því hvernig við skynjum umheiminn.
Árni Kristjánsson lauk árið 2002 doktorsprófi í tilraunasálfræði frá Harvard-háskóla í Massachusetts í Bandaríkjunum með sjónskynjun og taugavísindi sem sérgrein. Eftir doktorsprófið starfaði Árni sem vísindamaður (honorary research fellow) við Institute of Cognitive Neuroscience við University College London og er nú dósent við Sálfræðideild Háskola Íslands.