Innbrotið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 202 | 2.690 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 202 | 2.690 kr. |
Um bókina
Höfundur Innbrotsins er fyrrverandi héraðsdýralæknir í Austur-Húnavatnssýslu. Sögusviðið er það sama og í sögunni Út í nóttina eftir sama höfund, sem kom út 2018, sjávarþorpið Sandvík í afskekktu héraði á Norðurlandi og sveitirnar í kring.
Láki lögga fær það verkefni að komast að því hver eða hverjir brutust inn hjá mikils metnum hjónum í Sandvík og finna mikil verðmæti sem stolið var. Í fyrstu virðist málið vera augljóst og ekki þurfi annað en að hnýta nokkra lausa enda og senda svo málið til Ríkissaksóknara.
En ekki er sopið kálið þó í ausuna sé komið. Málið ætlar að verða Láka erfiðara en honum virtist í fyrstu. Óvænt atvik koma upp og lengi vel virðist sem Láka takist ekki að leysa málið enda kemur lausnin á óvart í lok bókarinnar.
Sagan er ætluð jafnt ungum sem gömlum.