Í veldi Skrúðsbóndans
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 116 | 3.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2021 | 116 | 3.390 kr. |
Um bókina
Fáir hafa lengri reynslu af sjómennsku en Jón Karl Úlfarsson útvegsbóndi. Í þessari bók einbeitir höfundur sér að því að koma frá sér þeirri þekkingu sem hann hefur aflað sér til nýrra kynslóða. Hann þekkir bæði nútímahætti og einnig tækni við veiðar frá fyrri tíð sem flestum eru gleymdar. Sú þekking sem Jón bjó yfir og miðlar til okkar í bókinni er því ómetanleg.
Í frásögn Jóns fléttast lýsingar á mannlífi, náttúru og staðarháttum í heimasveit hans. Fyrirtæki eins og það sem lýst er í bókinni er ekki einkamál eins manns, heldur fjölskyldu- og samfélagsfyrirtæki þar sem allir taka þátt og spila ómissandi hlutverk. Í inngangi bókarinnar er farið yfir sögu og menningu Fáskrúðsfjarðar og fólkið sem byggði hann. Sagt er frá sjálfbæru samfélagi sem byggist á dugnaði, nægjusemi og samvinnu. Við fáum að kynnast fólkinu í sveitinni, lífi þeirra, þrautseigju og vinnu og hinni stórbrotnu náttúru í kringum Skrúð.
Bókin er fagurlega myndskreytt og unnin í samvinnu við afkomendur höfundar. Þetta er einstök heimild um sögu samfélags, sjómennsku fyrri tíma og líf fólks í hörðu en gjöfulu landi.