Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2022 | 208 | 3.690 kr. |
Um bókina
Í návígi við fólkið á jörðinni segir frá venjulegu fólki í óvenjulegum og stundum ótrúlegum aðstæðum. Bændum í Kína og Bangladess sem berjast við náttúruöflin, heiðarlegu fólki sem tekst á við afleiðingar styrjalda, bláfátækum viðskiptafrömuðum í Afríku, kaupmönnum á iðandi strætum stórborga á Indlandsskaga, dugmiklum konum og vingjarnlegum lögregluforingjum í gömlu Sovétríkjunum og fólki sem elst upp við múra hvort sem þeir eru manngerðir eða huglægir. Bókin segir líka frá fólki sem hefur óverjandi ógnarverk á samviskunni. Fólkið sem Þórir kynnist hefur ótrúlegan styrk þrátt fyrir hrikalegar aðstæður. Hann hittir fólk sem mætir örlögum sínum af jafnaðargeði, berst gegn ofurvaldinu og er staðráðið í að fara með sigur af hólmi.
Þórir Guðmundsson hefur brennandi áhuga á fólki. Hann hefur starfað víða um heim við hjálparstörf á vegum Rauða krossins, oft á átaka- og hamfarasvæðum. Hann hefur einnig sem fréttamaður flakkað heimshorna á milli í áratugi og flutt fregnir af alþjóðamálum. Á bak við fréttirnar er fólk og hjálparstarf snýst um að hjálpa fólki. Við störf sín hefur Þórir kynnst fólki bæði í höllum og fátækrahverfum, sem býr við velmegun og er við hungurmörk. Í þessari bók segir hann eftirminnilegar sögur þessa fólks, fólksins á jörðinni.