Availability: Á lager
Um bókina
Í þessari bók tekur Agnar Þórðarson upp þráðinn frá bók sinni Í vagni tímans og heldur áfram að rekja minningar sínar, einkum frá sjöunda áratugnum. Hann hefur komið víða við – ekki bara skrifað leikrit og skáldsögur og unnið á Landsbókasafninu – heldur er hann eflaust eini Íslendingurinn sem starfað hefur bæði fyrir sendiráð Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Hér segir Agnar frá kynnum sínum af ýmsum samferðamönnum og því sem borið hefur fyrir augu á ýmsum ólíkum stöðum í heiminum, auk þess sem hann deilir með lesendum vangaveltum um ótal bækur.
Meðal þeirra sem Agnar bregður upp mynd af eru þjóðsagnapersónur á borð við Vilmund landlækni og dr. Björn Karel, Gunnlaug Scheving og Kjarval. Halldór Laxness er sínálægur á sííðum bókarinnar og einnig eru raktir heimssögulegir viðburðir þessara ára, svo sem París 1968 og vorið í Prag.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar