Hymns of the Passion

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2019 224 4.190 kr.
spinner

Hymns of the Passion

4.190 kr.

Hymns of the Passion
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Mjúk spjöld 2019 224 4.190 kr.
spinner

Um bókina

Passíusálmar Hallgríms Péturssonar (1614-1674) hafa verið íslensku þjóðinni hjartfólgnari en nokkurt annað skáldverk. Þeir hafa verið gefnir út um hundrað sinnum, oftar en nokkur íslensk bók önnur, og þýdd á ýmis erlend tungumál.

Barnsleg einlægni þeirra og trúarþel, djúp viska og andans kraftur, orðkynngi og málsnilld hafa fylgt kynslóðum þessa lands frá vöggu til grafar allt til þessa dags. Óháð trú og lífsskoðunum hefur fólk hrifist af þeim og notið þeirra. Enn þann dag í dag sækja tónskáld og aðrir listamenn innblástur í Passíusálmana. Eiginhandarrit Hallgríms Péturssonar að Passíusálmunum er varðveitt í Þjóðarbókhlöðunni og er á heimsminjaskrá UNESCO.

Í formála gerir Karl Sigurbjörnsson biskup grein fyrir ævi Hallgríms Péturssonar og áhrif hans á íslenskt trúarlíf og menningu. Þjóðin hreifst ekki einasta af skáldskap hans heldur ævi og örlögum hans og eiginkonu hans, Guðríðar Símonardóttur.

Útgáfa þessi er fjórða útgáfa Passíusálmanna á ensku. Þýðandinn, Gracia Grindal, var prófessor við Luther Seminary í St. Paul, Minnesota, Bandaríkjunum. Hún er menntaður guðfræðingur og sagnfræðingur og afkastamikill rithöfundur og skáld. Hún hefur gefið út bækur um sálmasögu, ævisögur kvenna og eigin ljóð. Sálma hennar og sálmaþýðingar er að finna í mörgum sálmabókum hinna ýmsu kirkjudeilda í Bandaríkjunum. Hún hefur lagt mikla áherslu á hve mikilvægt það er að sjá sögu sína í samhengi við frásagnir Biblíunnar og hvernig sú nálgun birtist í sálmakveðskap fyrr og síðar. Sem augljóst er í Passíusálmum Hallgríms Péturssonar.

Myndir Leifs Breiðfjörð í vesturglugga Hallgrímskirkju prýða bókina.

Tengdar bækur

Autosarcophagy - To eat oneself
4.390 kr.
Granny and her little one exploring Akranes
1.290 kr.
Hofi learns of heroes
2.490 kr.
Hófí finds home
2.490 kr.
The Adventures of Mundi the Puffin
2.990 kr.
Norse gods
7.290 kr.
Hófí is born - Adventures with Icelandic Sheepdogs
2.490 kr.

INNskráning

Nýskráning