Gerðu eins og ég – Hvati og dýrin

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 25 2.065 kr.
spinner

Gerðu eins og ég – Hvati og dýrin

2.065 kr.

Gerðu eins og ég
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 25 2.065 kr.
spinner

Um bókina

Hvati er góður hvolpur þótt forvitnin komi honum stundum í klandur. Hann kann alls konar hundakúnstir – veltir sér, teygir sig, beygir og hneigir. Þegar hann fer í dýragarðinn með Ásu finnst honum dýrin heldur löt og sýnir þeim kátur hvernig þau eiga að haga sér. Þó að æfingarnar gangi ekki alltaf vel veit Hvati að það borgar sig að gefast ekki upp. Æfingin skapar meistarann!

Hreyfing er mikilvæg á öllum æviskeiðum og stuðlar að betri heilsu og aukinni vellíðan. Þessi bók er hugsuð sem skemmtileg lesning fyrir börn en jafnframt tæki fyrir foreldra og þá sem vinna með börnum til að ýta undir markvissa hreyfingu, þroska og tengslamyndun.

Eva Þengilsdóttir hefur skrifað barnaefni fyrir sjónvarp, kirkjustarf og leikskóla, og þróaði efnið um Hvata hvolp í samstarfi við Æfingastöð Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra. Bergrún Íris Sævarsdóttir er nýútskrifaður teiknari frá Myndlistaskólanum í Reykjavík. Gerðu eins og ég er fyrsta barnabók þeirra beggja.

4 umsagnir um Gerðu eins og ég – Hvati og dýrin

Skrifa umsögn

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning