Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Hvað er þetta Hvað?
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 495 | 1.755 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2008 | 495 | 1.755 kr. |
Um bókina
Valentino Achak Deng er smástrákur þegar ráðist er á þorpið hans í Suður-Súdan og það lagt í rúst. Hann verður viðskila við fjölskyldu sína og þarf að ganga yfir eyðimörkina ásamt hundruðum annarra drengja, alla leið til Eþíópíu og síðar Kenía þar sem hann dvelur í flóttamannabúðum í heilan áratug. Á leiðinni glíma drengirnir við sult og sjúkdóma, auk þess sem þeir verða vitni að hroðalegum óhæfuverkum. Og sumir enda í ljónsgini.
Valentino er einn hinna Týndu drengja Suður-Súdans sem eru um síðir fluttir með loftbrú til Bandaríkjanna þar sem þeir hefja nýtt líf. Það er þó enginn dans á rósum og fyrr en varir mæta þeir erfiðleikum og ofbeldi sem er engu minna en á eyðimerkurgöngunni þegar verst lætur.