Hvað get ég get þegar erfitt er að sofna?
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 94 | 4.090 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2015 | 94 | 4.090 kr. |
Um bókina
Væri ekki frábært ef þú gætir skriðið upp í rúm, hjúfrað þig undir sænginni og sofnað án nokkurs vesens eða ótta? Án þess að sperra eyrun við hvert hljóð eða hugsa um vonda karla? Án þess að fá þér meira vatn, biðja um auka knús eða fara enn einu sinni á klósettið?
Háttatíminn reynist sumum börnum erfiður. Ef þú ert barn sem átt erfitt með að sofna og ert viss um að ekkert nema töfrar gætu gert háttatímann auðveldari, þá er þessi bók fyrir þig.
Hvað get ég gert þegar erfitt er að sofna? leiðir börn og foreldra í gegnum aðferðir hugrænnar atferlismeðferðar sem notaðar eru til að takast á við svefnvanda. Ótti, virkur hugur, eirðarleysi og of mikil þörf fyrir nærveru foreldranna eru meðal þess sem tekið er á um leið og börnin læra aðferðir sem bæta svefninn.
Þessi gagnvirka sjálfshjálparbók er því heilsteypt úrræði til að fræða, hvetja og styrkja börn til að sofna sjálf og sofa vel.