Húsið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 588 | 3.415 kr. | ||
Rafbók | 2012 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 588 | 3.415 kr. | ||
Rafbók | 2012 | 990 kr. |
Um bókina
Á Þorláksmessu 1979 kemur upp eldur í húsi á hæð innst í Kollafirði. Sjö ára gamall drengur kemst lífs af úr brunanum en foreldrar hans og tvö yngri systkini farast. Drengurinn er minnislaus en fær martraðir um eld, reyk og ógnvænlegan mann með hamar í hendi.
Seint í nóvember 2007 er Hörður Grímsson kallaður að húsi í Smáíbúðahverfinu í Reykjavík. Í kjallaranum liggur gamall maður í blóði sínu. Flest bendir til þess að um slys sé að ræða en lögreglumaðurinn er á öðru máli. Skömmu síðar flytur fjögurra manna fjölskylda inn í afskekkt hús í Kollafirði og draugar fortíðar vakna til lífsins …
Stefán Máni er fæddur árið 1970. Hann ólst upp á Ólafsvík en býr nú í Reykjavík. Stefán Máni hefur verið rithöfundur í hátt á annan áratug og verk hans hafa notið hylli hérlendis sem erlendis. Árið 2012 var frumsýnd kvikmyndin Svartur á leik eftir samnefndri sögu Stefáns Mána. Húsið er ellefta skáldsaga hans.
Húsið hlaut Tindabikkjuna 2012, verðlaun Glæpafélags Vestfjarða fyrir bestu glæpasögu ársins.
7 umsagnir um Húsið
Elín Edda Pálsdóttir –
„Húsið er snilldarlega vel skrifuð glæpasaga … Illmennið Teódór er það andstyggilegasta sem ratað hefur á blaðsíður íslenskra glæpasagna … sálfræðitryllir af bestu gerð … hver kafli styður við næsta í að flétta saman þessa svakalegu glæpasögu.“
Úr umsögn dómnefndar Tindabikkjunnar / glæpasagnaverðlauna Glæpafélags Vestfjarða
Elín Edda Pálsdóttir –
„Stefán Máni gefur hvergi eftir í tæplega 600 blaðsíðna sálfræðitrylli, Húsinu. Bókin er spennandi og hrollvekjandi og lokakaflarnir svo æsispennandi að það er erfitt að stilla sig um að kíkja aftast til að sjá hvernig fer. Illmenni bókarinnar,Teddi, er mögnuð sköpun. … Spennubók sem svíkur ekki.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Morgunblaðið
Elín Edda Pálsdóttir –
„Vel fléttuð saga, flottur glæpon og enn flottari lögga gera Húsið að einni bestu íslensku glæpasögu þessa árs.“
Friðrika Benónýsdóttir / Fréttablaðið
Elín Edda Pálsdóttir –
„… ég féll bara fyrir þessu …“
Sigurður G. Valgeirsson / Kiljan
Elín Edda Pálsdóttir –
„Spennutryllir … mikið testósterón!“
Egill Helgason / Kiljan
Elín Edda Pálsdóttir –
„Rosalega magnað illmenni … Það spennandi að ég kíkti aftast og ég segi bara við lesendur: Ekki kíkja aftast! … Bók sem rígheldur og maður verður skelfingu lostinn.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Kiljan
Elín Edda Pálsdóttir –
„[E]in besta spennubókin á jólamarkaðnum.“
Steinþór Guðbjartsson / Morgunblaðið