Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2014 | 3.725 kr. |
Um bókina
Í Hug kveða sér hljóðs þrír íslenskir heimspekingar sem mjög hafa látið sig menntamál varða. Ólafur Páll Jónsson spyr með ögrandi hætti hvort raunveruleg menntastefna sé fyrir hendi í íslensku menntakerfi nútímans. Hann endurvekur umræðuna á framvindu íslensks skólakerfis. Ármann Halldórsson fylgir gagnrýni Ólafs Páls eftir og bendir á að þrátt fyrir góða viðleitni fhafi gengið illa að innleiða raunverulegar umbætur á íslensku skólakerfi og fá kennara til að taka upp virkari kennsluaðferðir í því skyni að efla sjálfstæða og gagnrýna hugsun nemenda. Kristján Kristjánsson rekur endahnútinn á þemagreinarnar með beittri ritgerð um breytingarnar sem verða á einstaklingum í námi og hann kennir við „sjálfshvörf“. Hann tekur til gagnrýninnar umfjöllunar þrjár áhrifamiklar kenningar um sjálfið og leggur mat á hæfni þeirra til að gera fullnægjandi grein fyrir sjálfshvörfum. Fjölmargar aðrar greinar eru í heftinu.