Hugmyndaheimur Páls Briem
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 222 | 5.090 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 222 | 5.090 kr. |
Um bókina
Páll Briem var einn áhrifamesti stjórnmálamaður Íslands á seinni hluta 19. aldar og markaði víða spor í íslensku þjóðlífi þó að hann næði ekki háum aldri. Starfsævi hans spannaði allan seinni hluta Landshöfðingjatímans og er til marks um þá gerjun sem var í íslensku samfélagi á þeim tíma. Ný baráttumál komu til sögunnar til viðbótar við þjóðfrelsisbaráttuna, svo sem áhersla á verklegar framkvæmdir og efnahagslegan viðgang Íslands en einnig aukið lýðræði, jafnrétti kynjanna og meiri pólitíska þátttöku almennings.
Páll vildi lyfta umræðu um framtíð Íslands úr hjólförum stjórnarskrármálsins og átti umdeildasta hugmynd hans, Miðlunin, að vera skref í þá átt. Þar hafði Páll ekki erindi sem erfiði en með nýjum áherslum í stjórnmálaumræðunni og deilum Valtýinga og Heimastjórnarmanna um aldamótin 1900 virtist aftur hafa skapast rými fyrir Pál og sjónarmið hans. Starfsævi Páls er því bitastætt og margslungið viðfangsefni.
Hér skrifa sjö virtir sagnfræðingar um Pál Briem í ljósi sinnar sérþekkingar og er útkoman sagnfræðirit þar sem ferill Páls er greindur út frá ýmsum sjónarhornum. Sjónum er sérstaklega beint að vanmetnu framlagi hans til stjórnmála- og hugmyndasögu Íslendinga.