Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Hrólfs saga
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 151 | 2.590 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 151 | 2.590 kr. |
Um bókina
Fönnin huldi spor margra Íslendinga áður fyrr þegar menn fóru fótgangandi landshorna milli í misjöfnum veðrum. Í bókinni Hrólfs sögu rekur Iðunn Steinsdóttir sögu langafa síns, Hrólfs Hrólfssonar. Hann háði harða lífsbaráttu sem sveitarómagi og síðar vinnumaður í lok 19. aldar. Hrólfur hafði yndi af bókum og þráði að koma undir sig fótunum og búa konu sinni og börnum betra líf. En landlaus maður átti fárra kosta völ.
Mörgum mun koma á óvart að lesa um nöturleg kjör almennings fyrir rúmri öld, en hér bregður Iðunn upp ljóslifandi mynd frá þessum tíma sem hún setur í sögulegt samhengi. Mynd af efnilegu barni og síðan ungum manni sem ætíð var fullur væntinga um bjartari tíma.