Hroki og hleypidómar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2011 | 315 | 2.290 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2020 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2011 | 315 | 2.290 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2020 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Þegar ungur, vel stæður karlmaður flytur í héraðið fara sveitungarnir undir eins að orða hann við fallegustu heimasætuna í grenndinni. Sú saga hefði fljótlega endað vel ef vinur hans, auðugur piparsveinn úr öðru héraði, hefði ekki farið að skipta sér af þessum ráðagerðum. Í hroka sínum þykir honum stúlkan ekki af nógu góðum ættum og vekur með því heiftarlega hleypidóma systur hennar.
Hroki og hleypidómar kom út í fyrsta skipti árið 1813 og er einhver frægasta ástarsaga heimsbókmenntanna. Fjörug, ögrandi og fyndin leiðir Jane Austen persónur sínar út á dansgólf sögunnar þar sem þær stíga sín þokkafullu spor, hring eftir hring, sem smám saman þrengist utan um söguhetjurnar.
Silja Aðalsteinsdóttir þýddi söguna og skrifaði eftirmála um Jane Austen og umhverfið sem sagan er sprottin úr.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er um 14 klukkustundir og 19 mínútur að lengd. Silja Aðalsteinsdóttir les.
7 umsagnir um Hroki og hleypidómar
Elín Pálsdóttir –
„Ástsælasta skáldsaga okkar ástsælasta rithöfundar.“
Independent
Elín Pálsdóttir –
„Af hverju lesum við Hroka og hleypidóma aftur og aftur þótt við þekkjum hana út og inn? Það er af því hvað Jane Austen hefur mikinn og einlægan áhuga á söguhetjum sínum og trúir fullkomlega á þær.“
W. Somerset Maugham
Elín Pálsdóttir –
„Þessi unga kona hefur dásamlegri hæfileika en nokkur annar rithöfundur sem ég þekki til að lýsa samböndum venjulegs fólks, tilfinningum þess og persónuleika.“
Sir Walter Scott
Elín Pálsdóttir –
„Ég held að hver einasta stúlka leiti að sínum Darcy.“
Keira Knightley
Elín Pálsdóttir –
„Frú Bennet er einhver kómískasta martröð heimsbókmenntanna. Samt erum við ekkert skárri í sífrandi metnaði okkar fyrir hönd dætra hennar. Jane Austen býr til frú Bennet úr okkur öllum.“
Martin Amis
Elín Pálsdóttir –
„Jane Austen er eftirlætis höfundurinn minn, ég hef lesið allar bækurnar hennar svo oft að ég er hætt að telja.“
J. K. Rowling
Elín Pálsdóttir –
„Þessi líflega , snjalla og rómantíska saga ætti að vera til á hverju heimili …“
Gurrí / Vikan