Hrím
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 338 | 5.490 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 2.990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2024 | App | 2.690 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2023 | 338 | 5.490 kr. | ||
Rafbók | 2023 | - | 2.990 kr. | ||
Hljóðbók - streymi | 2024 | App | 2.690 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Hrím er ævintýraleg þroskasaga um ástir og örlög á annars konar Íslandi þar sem mannfólk deilir landinu með risavöxnum dýrum og lífsbaráttan er hörð.
Líf Jófríðar og annarra í skaranum hennar stjórnast af árstíðunum. Þau eyða sumrinu í Fellsskógi, haustinu á Húsavík og á veturna, þegar hrímsvelgirnir koma niður af hálendinu, þurfa þau að flýja út á ísinn á Mývatni. Hætturnar leynast við hvert fótmál en allt er samt í föstum skorðum – þar til líf Jófríðar umturnast. Hún þarf ekki bara að velja milli Suðra, myndarlega stráksins í Ljósavatnsskaranum, og æskuvinar síns, Bresa, heldur hvílir ábyrgðin á velferð skarans skyndilega á hennar herðum.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er 8 klukkustundir og 44 mínútur að lengd. Sigrún Hermannsdóttir les.
7 umsagnir um Hrím
embla –
„Hrím er mikilvæg saga sem sýnir á kröftugan og spennandi hátt viðkvæmt samband manneskjunnar við náttúruna og talar þannig fyrir sjónarmiðum umhverfisverndar. Hrím er ákall til ungra lesenda og okkar allra að taka málstað náttúrunnar. Hildur Knútsdóttir er fjölhæfur og afkastamikill höfundur sem skrifar bæði fyrir börn og fullorðna og velur sér sögusvið jöfnum höndum úr hversdeginum og heimi fantasíunnar. Hildur hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir bækur sínar, m.a. Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2016 fyrir ungmennabókina Vetrarhörkur. Hrím hlaut verðlaun bóksala 2023 og var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna sama ár.“
Umsögn dómnefndar Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
embla –
„Hrím er fantasía sem gerist á kunnuglegu en þó framandi Íslandi og er saga um náttúruna, manneskjurnar, ástina og örlögin sem aldrei eru vís. Á hugvitsamlegan og næman hátt segir Hildur Knútsdóttir sögu Jófríðar, unglingsstúlku sem tekst á við áskoranir unglingsáranna ásamt því að þurfa að axla óbærilega þunga ábyrgð þegar framtíð fólksins hennar hvílir skyndilega á henni. Hrím er hörkuspennandi og stundum ógnvekjandi skáldsaga sem ómögulegt er að leggja frá sér.“
Umsögn dómnefndar Fjöruverðlaunanna
embla –
„Vel skrifuð og heillandi þroskasaga sem fjallar um erfiða lífsbaráttu, hugrekki, ástina og trúna á sjálfan sig í heimi sem er svo nálægt okkur en samt svo fjarri. Höfundur býr til mjög trúverðugan hugarheim og tekst að halda lesandanum spenntum frá upphafi til enda.“
Umsögn dómnefndar Íslensku bókmenntaverðlaunanna
embla –
„Hrím er metnaðarfull og hrífandi frásögn af lífi á köldu og harðneskjulegu Íslandi. Persónusköpunin er einkar sterk og þroskasaga aðalsöguhetjunnar er í kastljósinu.“
Rebekka Sif Stefánsdóttir / Lestrarklefinn
embla –
„Það er mikilsvert fyrir íslenska bókmenntaflóru að eiga metnaðarfulla rithöfunda, líkt og Hildi Knútsdóttur, sem enn og aftur hefur sent frá sér frábæra ungmennabók.“
Snædis Björnsdóttir / Morgunblaðið
embla –
„Góð og trúverðug heimssköpun er ein af frumforsendum góðrar fantasíu og í þessari bók tekst Hildi Knútsdóttur svo sannarlega að skapa eftirminnilegan heim.“
Brynhildur Björnsdóttir / Heimildin
embla –
„Þarna er hún búin að skapa einhvern ótrúlegan heim úr þessu svæði. Örnefnin eru öll þarna: Skjálfandafljót, Húsavík, Mývatn og allt þetta en þetta er heimur byggður af hópum af fólki sem hegðar sér eins og amerískir sléttufrumbyggjar.“
Þorgeir Tryggvason / Kiljan