Hornauga
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 255 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 1.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 255 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 1.490 kr. |
Um bókina
Þegar ég loks horfðist í augu við mín eigin gen í föðurætt tók við atburðarás sem var eins og stjórnlaus hvirfilbylur, bylur sem gekk yfir tilfinningalífið og þurrkaði út allar skilgreiningar á réttu og röngu. Freistandi er að láta sem ekkert hafi gerst því enginn vill vera dæmdur fyrir þá synd sem karlmenn hafa verið hálshöggnir fyrir en konum drekkt.
Í Hornauga segir Ásdís Halla Bragadóttir söguna af því sem gerðist þegar hún á fullorðinsárum stóð loks andspænis nýfundnum genum sínum eftir að hafa komist að því hver blóðfaðir hennar er. Án þess að draga nokkuð undan lýsir hún því hvernig hún missti stjórn á rás atburðanna með ófyrirséðum afleiðingum.
Í kjölfarið einsetti hún sér að kynnast föðurfólki sínu betur og heillaðist fljótlega af sögu formæðra sinna. Hún leitaði fanga í skjalasöfnum heima og erlendis, gróf upp áður óbirt einkabréf og umdeildar játningar. Í þessum stórmerkilegu konum fann hún hinn helminginn af sjálfri sér, í konum sem höfðu ýmsu áorkað en jafnframt misstigið sig illa og verið litnar hornauga.
Ásdís Halla Bragadóttir vakti þjóðarathygli fyrir Tvísögu árið 2016. Hún hlaut einróma lof, var tilnefnd til bóksalaverðlaunanna og varð ein mest selda bók ársins.
Í Hornauga birtist okkur mögnuð ættarsaga, sögð af mikilli einlægni. Bók sem lætur engan ósnortinn.
2 umsagnir um Hornauga
Elín Pálsdóttir –
„Vel unnin, vel skrifuð og firnasterk saga sem spilar á alla tilfinningastrengi lesenda.“
Friðrika Benónýs / Fréttablaðið (um Tvísögu)
Elín Pálsdóttir –
„Ein átakanlegasta ættarsaga sem undirritaður man eftir að hafa lesið.“
Sveinn Haraldsson / Morgunblaðið (um Tvísögu)