Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Hlýtt og mjúkt fyrir minnstu börnin
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 119 | 3.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2012 | 119 | 3.290 kr. |
Um bókina
Ný handprjónuð flík eða teppi er einstaklega hlýleg og góð gjöf handa nýfæddu barni, og margar verðandi mæður fyllast líka löngun til að prjóna á ófædd börn sín. Hlýtt og mjúkt fyrir minnstu börnin er bók fyrir mömmur, ömmur, vinkonur, frænkur og alla aðra sem langar til að prjóna eitthvað fallegt handa litlu kríli.
Uppskriftirnar eru bæði einfaldar og aðgengilegar og í bókinni er einnig ýmis fróðleikur og góð ráð um margt sem snýr að prjónaskap.
• Um 40 uppskriftir að flíkum á nýbura upp í ársgömul börn
• Uppskriftir að tuskudýrum og teppum og smávegis fyrir mömmuna
• Prjónakennsla með einföldum skýringum í máli og myndum
• Góð ráð og leiðbeiningar um garntegundir, þvott og fleira
1 umsögn um Hlýtt og mjúkt fyrir minnstu börnin
Kristrun Hauksdottir –
„Loksins búið að gera bók með öllu því sem mann langar að prjóna á nýfædd kríli og eru meðal annars uppskriftir af djöfulahúfu … Ef þú ert að leita að bók til að prjóna upp úr þá er þetta bókin, ekki spurning!“
Sigrún Þöll / Pjattrofurnar.is