Hjólabókin – 6. bók: Skaftafellssýslur
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 112 | 2.390 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2019 | 112 | 2.390 kr. |
Um bókina
Þetta er sjötta Hjólabókin sem kemur út. Hún fjallar um Skaftafellssýslur; svæði sem í dag heitir Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Sveitarfélagið Hornafjörður.
Viltu sjá hvað er fyrir utan þjóðveg nr. 1? Viltu komast úr fjölmenninu? En viltu samt sem áður njóta fegurðar og hrikaleika íslenskrar náttúru?
Hér er lýst fjórtán hjólreiðaleiðum, auðveldum og erfiðum, sem eiga það sameiginlegt að þær liggja í hring og að hægt er að loka hringnum á einum degi. Hverri leiðarlýsingu fylgja tillögur að fleiri ferðum.
Helstu hagnýtu upplýsingar um hverja leið eru útlistaðar í máli og á kortum. Allar leiðirnar eru teiknaðar með litaskala sem útskýrir hve brattinn er mikill. Um eitt og hálft hundrað ljósmynda gefur innsýn í sýslurnar, hvernig þar er umhorfs og hverskonar vegir og stígar bíða lesenda.
Góða ferð.