Hjartastaður
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 444 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2020 | 1.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 444 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2020 | 1.490 kr. |
Um bókina
Harpa Eir flýr úr borginni til að bjarga dóttur sinni úr hæpnum félagsskap. Með mæðgunum í för er vinkona Hörpu sem ekur bílnum og stefnan er sett á ættaróðalið fyrir austan. En ferðin snýst brátt upp í fleira en að bjarga barninu, því óafvitandi er Harpa Eir á leið til fundar við sannleikann um sjálfa sig.
Hjartastaður er mögnuð ferðasaga þar sem leiðin liggur jafnt um stórbrotna náttúru við þjóðveginn og hrjóstrugt landslag hugans. Í bílnum og utan hans tekst þrenningin á við uppákomur af ýmsu tagi en yfir og allt um kring sveima áleitnar minningar og fortíðarpersónur, lífs og liðnar.
Steinunn Sigurðardóttir skrifar einstakar sögur, ljóðrænar og leikandi, uppfullar af húmor og glöggskyggni, viðkvæmni og visku. Hjartastaður er ein þekktasta skáldsaga Steinunnar og hefur verið ófáanleg lengi. Fyrir hana hlaut hún Íslensku bókmenntaverðlaunin 1995.
Guðni Elísson ritar eftirmála.
5 umsagnir um Hjartastaður
embla –
„Við fyrsta lestur var það sársaukafullt samband mæðra og dætra sem snart mig mest. Núna, þegar ég las hana í annað sinn var það náttúruunnandinn Steinunn sem talaði til mín. Hjartastaður er bók sem alltaf heldur gildi sínu og öðlast ný.“
Ásdís Egilsdóttir, professor emeritus í íslenskum bókmenntum
embla –
„Hjartastaður talar beint inn í samtímann en samt um leið inn í einhvers konar tímaleysi. Tengingarnar á milli persónanna er svo skýr, margslungin vinátta kvennanna og svo úrræðaleysi móður sem safnar sér saman í hugrekki með dóttur sína að leiðarljósi. Og svo þetta með að þurfa að púsla sjálfri sér saman til að geta verið raunverulega til staðar.”
Halla Þórlaug Óskarsdóttir / RÚV
Ester Ósk –
„Óefað eitt af sígildum verkum íslenskrar bókmenntsögu. Hver síða er vitnisburður um þann sérstaka hljóm tungumálsins sem er aðeins á færi Steinunnar að skapa.“
Kristján B. Jónasson
Ester Ósk –
„Hjartastaður er bæði fyndin og sorgleg. Hún er full af fordæmalausum uppákomum.“
Dagný Kristjánsdóttir
Ester Ósk –
„Óviðjafnanlega léttleikandi frásagnarlist.“
Neue Zürcher Zeitung