Hjarta Íslands – Perlur hálendisins
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 190 | 11.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 190 | 11.490 kr. |
Um bókina
Hjarta Íslands er sannkallaður kjörgripur öllum þeim er unna náttúru landsins. Hér birtist hálendið í allri sinni dýrð í glæsilegu samspili fróðleiks og mynda.
Í bókinni sprettur hálendi Íslands fram í aðgengilegum texta og stórbrotnum ljósmyndum. Á síðum hennar fléttast saman jarðfræði, náttúrufræði, þjóðtrú og bókmenntir. Magnaðar ljósmyndir glæða frásögnina enn frekara lífi. Og lesandanum opnast með eftirminnilegum hætti sá dýri arfur sem býr í víðernum landsins.
Í bókinni er fjallað um allar helstu perlur hálendisins frá Eiríksjökli í vestri til Lónsöræfa í austri; frá Jökulsárgljúfrum í norðri til Eyjafjallajökuls í suðri – svæðið sem gjarnan er kallað hjarta Íslands.
Gunnsteinn Ólafsson er höfundur texta bókarinnar. Hann á að baki áratuga reynslu sem leiðsögumaður um Ísland. Páll Stefánsson tók allar ljósmyndir en hann hefur myndað náttúru landsins í meira en þrjátíu ár. Hér leggja Gunnsteinn og Páll saman krafta sína í stórvirki sem óhætt er að kalla óð til Íslands.