Hinir smánuðu og svívirtu
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 555 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2018 | 555 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. |
Um bókina
Hinir smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí er viðburðarík skáldsaga sem birtist fyrst á prenti árið 1861 og hefur frá upphafi notið mikillar hylli lesenda. Hún gerist í Sankti Pétursborg og fjallar um gæsku og illsku, ástir og svik, örvæntingu og stéttaskiptingu – og samspil alls þessa í lífi eftirminnilegra sögupersóna.
Vanja er upprennandi rithöfundur sem berst í bökkum. Flókin samskipti við æskuástina og hennar fólk eru honum erfið en raunir hans aukast enn þegar Nellý verður á vegi hans – kornung stúlka sem á engan að; af veikum mætti reynir hann að forða henni frá götunni og illmenninu Valkovskí fursta.
Ingibjörg Haraldsdóttir skáld (d. 2016) þýddi margar af helstu skáldsögum Dostojevskís á íslensku, fyrst Glæp og refsingu sem kom út 1984. Hún hóf þýðingu á Hinum smánuðu og svívirtu en varð snemma frá að hverfa sökum veikinda og við tók Gunnar Þorri Pétursson sem lauk þýðingunni á þessu mikla verki og ritar auk þess fróðlegar skýringar og eftirmála. Þau hlutu Íslensku þýðingaverðlaunin 2019 fyrir verkið.
8 umsagnir um Hinir smánuðu og svívirtu
Arnar Tómas –
„Hinir smánuðu og svívirtu skoðar eðli ástarinnar á margslunginn hátt, stillir upp hreinni góðmennsku andspænis samviskulausri tækifærismennsku og dregur upp lifandi persónur sem ólga af trylltum ástríðum, en sagan er gífurlega tilfinningaþrungin.“
Ágúst Borgþór Sverrisson / DV
Eldar –
„Það er sérlega ánægjulegt að fá þessa mögnuðu skáldsögu Dostojevskís á íslensku (…) Tilfinningaþrungin og dramatísk skáldsaga um ást og þjáningu.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / Fréttablaðið
Eldar –
„Það er allt á suðupunkti í Hinum smánuðu og svívirtu (…) Mannlýsingar Dostojevskís eru bráðlifandi og meinfyndnar, samtöl eru líka fyndin og afar dramatísk enda verið að brugga ýmis ráð, ræða hugsjónir og þjóðfélagsmál og takast á um skömm, heiður og ást.“
Steinunn Inga Ólafsdóttir / Kvennablaðið
Eldar –
„Hinir smánuðu og svívirtu er yfirleitt ekki sett stall með meginverkum þessa mikla sagnasnillings, þykir kannski of hrá og ekki nógu heimspekileg sem hún er þó sannarlega en líka hröð og einstaklega grípandi (…) Texti Dostojevskís er orðmargur og hrynjandin er hröð.“
Jórunn Sigurðardóttir / Orð um bækur, RÚV
Eldar –
„Hinir smánuðu og svívirtu eftir Fjodor Dostojevskí er bók sem gefa þarf tíma (…) Það er hins vegar þess virði að leggja á sig að kynnast þessum hugarheimi.“
Steingerður Steinarsdóttir / Vikan
Eldar –
„Rosalega gott að geta stólað á þennan bókaflokk frá Forlaginu, Erlend klassík, geta gripið með í flugið til dæmis (…) óhætt að mæla með því við alla að lesa Dostójevskí.“
Frosti Logason / X-ið
Elín Pálsdóttir –
„Dostojevskí hefur gefið mér meira en nokkur vísindamaður.“
Albert Einstein
Elín Pálsdóttir –
„Skáldsögur Dostojevskís eru iðandi svelgir, æðandi sandstormar, hvirfilbyljir sem hvæsa og ólga og soga okkur til sín. Þær eru að fullu og öllu saman settar úr því efni sem finnst í sálinni.“
Virginia Woolf