Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Hin eilífa þrá
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2012 | 270 | 2.065 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2012 | 270 | 2.065 kr. |
Um bókina
Hin eilífa þrá er lygileg prakkarasaga og harmræn dæmisaga um Íslendinga samtímans.
Lesendur eru leiddir inn í regnfatagerðina Iceland Rain í iðnaðarhverfi í Reykjavík. Þar eiga allir sér sameiginlegan draum um skjótfenginn auð. Hvað býr að baki þessum draumi? Hver er hin eilífa þrá?
Guðbergur Bergsson hefur löngum kortlagt íslenskan veruleika í verkum sínum. Þótt sögusviðið sé nú merkt hinu upplýsta, tæknivædda, alþjóðlega og siðmenntaða nútímasamfélagi berast persónur enn grímulaust á banaspjót. Í þessari sögu brotnar allt sem prýða má mannlegt samfélag í svellköldum öldum klámfenginnar sölumennsku.
1 umsögn um Hin eilífa þrá
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Hin óborganlega lygadæmisaga Guðbergs sem kom út á áttræðisafmæli snillingsins rústar öllu sem maður vildi hafa í skáldverki. Framvindan er hæg, persónur ógeðfelldar, efniviðurinn rotþró og forarvilpur fullar af fordómum, fyrirlitningu og klisjum. Sagan hefur einstakan, kaldranalegan og beittan húmor, stíllinn einkennist af ýkjum og grótesku. Í verkinu er kaldranalegur tónn, samtöl og tilsvör eru óborganleg, senur neyðarlegar og ádrepan miskunnarlaus. … ekkert er heilagt og engum hlíft, allt er yfirgengilegt og óborganlegt, háðskt og meinhæðið, sett fram til að hneyksla mann og ergja. Og það er gott, þetta er ekki saga sem maður les til að sættast við tilveruna.”
Steinunn Inga Óttarsdóttir