Heyannir

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2018 280 6.490 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2018 280 6.490 kr.
spinner

Um bókina

Heyannir er eftir Þórð Tómason fyrrverandi safnvörð í Skógum undir Eyjafjöllum.

Safnamaðurinn Þórður Tómasson í Skógum hefur á langri ævi dregið saman óhemjumikinn fróðleik um íslenska menningarsögu í þúsund ár. Í þessari bók fjallar Þórður um heyskap fyrri alda og fléttar þar saman þjóðfræði og atvinnusögu eins og honum einum er lagið. Hér er lýst verkfærum og vinnubrögðum, heytorfi, reipum og reiðingum, engjaheyskap, veðurboðum og margvíslegum siðum og orðfæri sem tengdist heyönnum.

Sagt er frá konum sem gengu að slætti og sömuleiðis frá tækninýjungum eins og „rakstrarkonum“ sem festar voru framan á ljái, að ógleymdum hestasláttuvélunum sem ruddu sér til rúms í upphafi síðustu aldar. Höfundur leitar víða fanga, bæði í rituðum heimildum og hjá fjölmörgum heimildarmönnum, og textinn er kryddaður sögum, vísum og kvæðum.

Lipur texti, lifandi frásögn og ríkulegt myndaval gera bókina Heyannir að eigulegum grip sem er ómissandi öllum þeim sem unna sögulegum fróðleik.

Tengdar bækur

Nýja stjórnarskráin: Hvernig varð hún til? Hvar er hún stödd?
990 kr.1.290 kr.
Opna svæðið
5.090 kr.
Byggðasaga Skagafjarðar IX. bindi
6.890 kr.
Nótabátur leggst í víking
2.590 kr.
Undir kelduna
2.490 kr.
Auðhumla
5.990 kr.
Er það hafið eða fjöllin
1.590 kr.
Svefneyingabók
7.490 kr.
2.690 kr.

INNskráning

Nýskráning