Hermaður

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2016 309 3.290 kr.
spinner

Hermaður

3.290 kr.

Hermaður
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2016 309 3.290 kr.
spinner

Um bókina

Frá barnæsku hafa Jóhannes Ari Zakaríasarson og Helga Nótt Maríudóttir þurft að búa í heimi ótta, ofbeldis og morða. Nú, þegar þau eru vaxin úr grasi eru þau tilneydd til að taka til sinna ráða og upphefst þá röð æsilegra atburða.

Á leið sinni kynnast þau meðal annars útlægum rússneskum hermanni, taka þátt í vopnasölu til Talíbana í Afganistan og búa við ofsóknir hins geðsjúka Gabríels sem telur sig vera erkiengil Guðs. Munu þau sleppa lifandi úr þeim hildarleik? Hermaður er í senn saga forboðinnar ástar og spennuþrunginn fjölskylduharmleikur þar sem atburðarásin kemur lesandanum sífellt í opna skjöldu.

Hermaður er fyrsta skáldsaga Þórarins Freyssonar. Hann hefur m.a. starfað sem tónlistarmaður. Hann er geðhjúkrunarfræðingur og hefur á síðustu árum starfað í fangelsum í Englandi sem hýsa ýmsa af hættulegustu afbrotamönnum landsins.

Tengdar bækur

INNskráning

Nýskráning