Hermaður
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 309 | 3.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2016 | 309 | 3.290 kr. |
Um bókina
Frá barnæsku hafa Jóhannes Ari Zakaríasarson og Helga Nótt Maríudóttir þurft að búa í heimi ótta, ofbeldis og morða. Nú, þegar þau eru vaxin úr grasi eru þau tilneydd til að taka til sinna ráða og upphefst þá röð æsilegra atburða.
Á leið sinni kynnast þau meðal annars útlægum rússneskum hermanni, taka þátt í vopnasölu til Talíbana í Afganistan og búa við ofsóknir hins geðsjúka Gabríels sem telur sig vera erkiengil Guðs. Munu þau sleppa lifandi úr þeim hildarleik? Hermaður er í senn saga forboðinnar ástar og spennuþrunginn fjölskylduharmleikur þar sem atburðarásin kemur lesandanum sífellt í opna skjöldu.
Hermaður er fyrsta skáldsaga Þórarins Freyssonar. Hann hefur m.a. starfað sem tónlistarmaður. Hann er geðhjúkrunarfræðingur og hefur á síðustu árum starfað í fangelsum í Englandi sem hýsa ýmsa af hættulegustu afbrotamönnum landsins.