Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2015 | 343 | 5.190 kr. |
Um bókina
Sagnaritaranum Þúkýdídesi entist ekki heilsa eða aldur til að ljúka Sögu Pelópseyjarstríðisins. Sjö ár voru eftir. Þá tók Xenófon við og lauk sögunni. Síðan hélt hann áfram hernaðarsögu Grikkja til ársins 362 f. Kr. Frásögn hans yfir árin 441 f. kr. til 362 f.Kr. er bókin Helleníka sem hér kemur á prent í íslenskri þýðingu.
Xenófon hefur löngum notið mikils álit sem rithöfundur. Þekktasta bók hans er Austurför Kýrosar. Þar segir frá herför Kýrosar Persajarls austur undir Babýlon, falli hans þar og ævintýralegri heimför tíu þúsund Grikkja. Sú frásögn hefur þótt með ágætum, enda er hún mætavel skrifuð. Helleníka ber þessi sömu höfundareinkenni.
Þar sem Xenófon var útlagi frá Aþenu og dvaldist lengstum á Pelópsey í skjóli Spartverja er sagan mestmegnis sögð frá spartverskum sjónarhóli og vegna þess hversu handgenginn hann var spartverskum ráðamönnum hafði hann frá ýmsu að segja sem aðrir sögðu ekki frá.
Þýðingu þessa gerði Sigurjón Björnsson. Fylgir henni langur inngangur þýðandans og fjöldi skýringagreina neðanmáls.