Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Heklfélagið
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 191 | 4.490 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2014 | 191 | 4.490 kr. |
Um bókina
Heklfélagið er bók með nýjum og frumlegum hekluppskriftum sem Tinna Þórudóttir Þorvaldar ritstýrði og er jafnframt höfundur að ásamt 14 öðrum hönnuðum. Tinna hefur áður vakið mikla athygli fyrir bækur sínar, Þóru heklbók og Maríu heklbók.
Í Heklfélaginu eru uppskriftir að fjölbreyttum verkefnum eins og flíkum á börn og fullorðna, teppum, leikföngum og dúkum. Í bókinni eru einnig ítarlegar heklleiðbeiningar, gagnlegar upplýsingar um garn og garntegundir og sérstakir kennslukaflar í amigurumi-hekli og kaðlahekli.
2 umsagnir um Heklfélagið
Kristrun Hauksdottir –
„… afar skemmtileg og fjölbreytt handavinnubók þar sem finna má verk eftir fjölamarga hönnuði.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan
Kristrun Hauksdottir –
Það er gaman að fletta handavinnubókum þar sem það er erfitt að velja milli verkefna og nánast hverri síðu stekkur fram uppskrift sem væri gaman að hafa heklunálinni … Bókin er falleg, uppskriftirnar eru vel upp settar … Sérstaða bókarinnar er afskaplega aðgengilegar heklleiðbeiningar, bæði uppskriftunum sjálfum og framar bókinni. Tæknikaflarnir eru sérstaklega vel unnir og eiga eftir að koma sér vel. Samvinna höfundanna hefur skilað sér vel, útkoman er fjölbreytt og spennandi.
Ásta Sigrún Magnúsdóttir / DV