Heimskringla III: Íslenzk fornrit XXVIII

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2002 469 5.390 kr.
spinner

Heimskringla III: Íslenzk fornrit XXVIII

5.390 kr.

Heimskringla III: Íslenzk fornrit XXVIII
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2002 469 5.390 kr.
spinner

Um bókina

Eftir fall Ólafs helga réðu Danir yfir Noregi um hríð, uns norskir höfðingjar, sem verið höfðu andstæðingar Ólafs, sóttu Magnús son hans ungan að aldri austur í Garðaríki og gerðu hann konung. Þegar Magnús þroskaðist hugðist hann hefna sín á drápsmönnum föður síns, en þá veitti Sighvatur skáld Þórðarson honum föðurlega áminningu í Bersöglisvísum sem Snorri Sturluson tekur að miklu leyti upp í sögu sína. Við það bætti hinn ungi konungur ráð sitt og ávann sér viðurnefnið ‘góði’.

Með Magnúsi kom síðar til ríkis hálfbróðir föður hans, Haraldur Sigurðarson, sem hafði aflað sér frægðar úti í Miklagarði. Haraldur var skörungur mikill, en þótti strangur stjórnandi og hlaut því auknefnið ‘harðráði’. Hann féll í orrustu við Stamforðabryggjur (Stamford Bridge) í Englandi 1066.

Eftir Harald stýrði Noregi um langt skeið sonur hans Ólafur sem var slíkur friðarmaður að hann hlaut viðurnefnið ‘kyrri’, enda er saga hans örstutt í Heimskringlu. En með tilkomu Magnúsar Ólafssonar, sem kallaður var berfættur, glæddust atburðir að nýju. Magnús herjaði víða og féll á Írlandi 1103.

Synir Magnúsar ríktu í fyrstu þrír saman: Sigurður, Eysteinn og Ólafur. Hinn yngsti þeirra varð skammlífastur, en Sigurður lifði lengst. Hann fór mikla frægðarför út til Jerúsalem og var síðan kallaður Jórsalafari. Einn hinn snjallasti af þáttum Heimskringlu er kappmæli eða „mannjafnaður“ þeirra bræðra, Eysteins og Sigurðar. Snorri hefur sótt efni í þessa frásögn til Morkinskinnu, en endurbætir hana frábærlega. Friður ríkti innanlands í Noregi frá falli Ólafs helga fram að andláti Sigurðar Jórsalafara, eða í rétt hundrað ár (1030–1130). En þá hófst það tímabil Noregssögu sem almennt er kallað „borgarastríðin“ og stóð nær óslitið í 110 ár, frá andláti Sigurðar 1130 uns menn Hákonar gamla tryggðu völd hans með vígi Skúla hertoga í Niðarhólmi 1240. Fyrra skeiði stríðanna er lýst í Heimskringlu.

Til Sigurðar Jórsalafara kom vestan af Írlandi maður að nafni Gillikristur, sem öðru nafni nefndist Haraldur gilli, og kvaðst vera bróðir hans, sonur Magnúsar berfætts. Eftir dauða Sigurðar gerði hann kröfu til ríkis og var tekinn til konungs yfir hálfu landi móti Magnúsi Sigurðarsyni. Síðan börðust þeir um völdin og hafði Haraldur sigur. Lét hann taka Magnús, blinda hann og limlesta og setja í klaustur.

Þá kom fram annað konungsefni, Sigurður slembidjákn, sem einnig þóttist vera sonur Magnúsar berfætts. Tókst honum að ráða Harald gilla af dögum, en náði þó ekki konungdómi í Noregi og var sjálfur píndur til dauða. Þá urðu konungar synir Haralds gilla: Ingi, Eysteinn og Sigurður munnur, allir á barns aldri, og börðust þeir eða flokkar þeirra um völdin uns allir þrír lágu í valnum.

Næstur kom til valda Hákon herðibreiður, sonur Sigurðar munns – einnig barn að aldri, og rennur saga hans saman við Haraldssona sögu, því að menn Hákonar eiga í stríði við Inga Haraldsson og fella hann. En Erlingur jarl skakki hefnir Inga konungs, fellir Hákon herðibreið (1162) og lætur krýna Magnús son sinn til konungs. Magnús var ekki konungborinn í föðurætt, en dóttursonur Sigurðar Jórsalafara. Þeir feðgar eru við völd í Noregi þegar Heimskringlu lýkur, en falla báðir síðar fyrir Sverri konungi svo sem lýst er í Sverris sögu.

Bjarni Aðalbjarnarson gaf út með inngangi og skýringum.

Tengdar bækur

Snæfellsnesbók_nóv_2023_Kápa(3) copy 2
3.990 kr.
1.790 kr.
1.890 kr.
3.690 kr.
2.390 kr.
Sturlunga
14.890 kr.
Orkneyinga saga
5.390 kr.
Morkinskinna I&II: Íslenzk fornrit XXIII and XIV
8.890 kr.
Danakonunga sögur: Íslenzk fornrit XXXV
5.390 kr.
Hákonar saga I&II: Íslenzk fornrit XXXI–XXXII
8.890 kr.
Sverris saga: Íslenzk fornrit XXX
5.390 kr.
Ágrip af Noregskonungasögum - Fagurskinna Noregs konunga tal: Íslenzk fornrit XXIX
5.390 kr.
Heimskringla II: Íslenzk fornrit XXVII
5.390 kr.
Heimskringla I: Íslenzk fornrit XXVI
5.390 kr.
Færeyinga saga - Ólafs saga odds
5.390 kr.
Biskupa sögur III: Íslenzk fornrit XVII
5.390 kr.
Biskupa sögur II: Íslenzk fornrit XVI
5.390 kr.

INNskráning

Nýskráning