Heimskringla II: Íslenzk fornrit XXVII

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2002 481 5.390 kr.
spinner

Heimskringla II: Íslenzk fornrit XXVII

5.390 kr.

Heimskringla II: Íslenzk fornrit XXVII
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2002 481 5.390 kr.
spinner

Um bókina

Ólafur helgi Haraldsson háði á yngri árum víkingu víða um lönd líkt sem nafni hans og frændi, Ólafur Tryggvason, og braust síðan einnig til valda í Noregi þar sem hann lauk því ætlunarverki hins fyrra Ólafs að kristna landsmenn. Hann var konungur 15 ár, 1015–30, en lenti í ófriði við norska stórbændur og var landflótta síðasta árið hjá mági sínum Jarizleifi konungi í Garðaríki. Sumarið 1030 hélt hann austan til Svíþjóðar og fékk þar liðsstyrk hjá Svíakonungi og heiman frá Noregi. Hélt hann liði þessu yfir til Þrándheims. En norskir bændur söfnuðu liði í móti og háðu við hann mikla orrustu á Stiklarstöðum í Veradal 29. júlí. Féll konungur þar og mikill hluti liðs hans. En þegar eftir orrustuna tóku að gerast kraftaverk sem tengdust líki hans. Varð hann síðan höfuðdýrlingur Norðurlanda í kaþólskum sið, og fjöldi pílagríma streymdi til legstaðar hans í Niðarósi.

Um Ólaf helga hafði margt verið ritað fyrir daga Snorra Sturlusonar, mest með helgisvip sem vænta mátti. Flest af því hefur Snorri þekkt er hann réðst í að semja sögu konungsins. Hann velur úr efninu það sem honum þykir henta, endursegir og umbreytir eldri sögum, hafnar ýkjusögum en skýrir alla atburði og lýsir á raunsæjan hátt, bregður upp fjölskrúðugum mannlífsmyndum og skapar mesta snilldarverk meðal sagnarita heimsins á miðöldum.

Síðar bætti Snorri við sögum þeirra Noregskonunga sem ríkt höfðu bæði á undan og eftir Ólafi helga, og þannig varð Heimskringla til, samfelld saga Noregskonunga frá þjóðsögulegum tímum allt til þess er Sverrir Sigurðarson kom til ríkis seint á 12. öld. Saga Sverris konungs hafði þegar verið rituð, svo vel að þar var ekki þörf um að bæta.

Tengdar bækur

3.590 kr.
5.190 kr.
1.890 kr.
3.190 kr.
4.990 kr.
6.790 kr.
2.990 kr.4.290 kr.
12.390 kr.
Sturlunga
14.890 kr.
Orkneyinga saga
5.390 kr.
Morkinskinna I&II: Íslenzk fornrit XXIII and XIV
8.890 kr.
Danakonunga sögur: Íslenzk fornrit XXXV
5.390 kr.
Hákonar saga I&II: Íslenzk fornrit XXXI–XXXII
8.890 kr.
Sverris saga: Íslenzk fornrit XXX
5.390 kr.
Ágrip af Noregskonungasögum - Fagurskinna Noregs konunga tal: Íslenzk fornrit XXIX
5.390 kr.
Heimskringla III: Íslenzk fornrit XXVIII
5.390 kr.
Heimskringla I: Íslenzk fornrit XXVI
5.390 kr.
Færeyinga saga - Ólafs saga odds
5.390 kr.
Biskupa sögur III: Íslenzk fornrit XVII
5.390 kr.
Biskupa sögur II: Íslenzk fornrit XVI
5.390 kr.

INNskráning

Nýskráning