Heimskringla I: Íslenzk fornrit XXVI

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2002 405 5.390 kr.

Heimskringla I: Íslenzk fornrit XXVI

5.390 kr.

Heimskringla I: Íslenzk fornrit XXVI
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2002 405 5.390 kr.

Um bókina

Heimskringla eftir Snorra Sturluson hefur að geyma samfelldar sögur Noregskonunga frá þjóðsögulegum tímum fram á síðara hluta 12. aldar. Verkinu lýkur í þann mund er Sverrir Sigurðarson brýst til ríkis í Noregi, en saga hans hafði þegar verið rituð af Karli Jónssyni, ábóta á Þingeyrum. Í þessari útgáfu er Heimskringlu skipt í þrjú bindi, og eru sex sögur í fyrsta bindinu.

Ynglinga saga hermir frá fornkonungum í Svíþjóð. Þeir röktu ættir sínar til Freys, sem öðru nafni nefndist Yngvifreyr og kom austan úr Asíu í föruneyti Óðins. Síðar fluttust Ynglingar til Noregs og urðu ættfeður Noregskonunga. Meginheimild sögunnar er kvæðið Ynglingatal eftir Þjóðólf úr Hvini, merkilegt kvæði sem haft hefur áhrif á mörg önnur fornskáld.

Hálfdanar saga svarta er stutt, en geymir þó ýmis forn og fróðleg minni. Hálfdan réð ríkjum austanfjalls í Noregi. Frægur er draumur sá sem Ragnhildi drottningu hans dreymir fyrir fæðingu Haralds sonar síns. Henni þykir lítill þyrnir vaxa úr hendi sér og verða tré svo mikið að limar þess „dreifast um allan Noreg og enn miklu víðara“.

Með Haralds sögu hins hárfagra má kalla að hefjist sannsögulegar frásagnir Heimskringlu, og styðst Snorri mjög við kvæði hirðskálda konungsins. Haraldur háði orrustur margar við aðra smákonunga, og lauk svo að hann sigraði þá alla og gerðist einn konungur yfir Noregi. Á dögum Haralds byggðist Ísland, og telur Snorri að ofríki konungsins hafi átt mikinn þátt í fólksstrauminum hingað til lands.

Hákonar saga góða. Þegar Haraldur hárfagri var áttræður gaf hann Eiríki syni sínum, sem auknefndur var blóðöx, vald yfir landi öllu. Yngsti sonur Haralds hét Hákon; hann var fóstraður af Aðalsteini Englandskonungi og því auknefndur Aðalsteinsfóstri. Hann sneri til Noregs ungur að aldri og var tekinn til konungs, en Eiríkur flæmdist úr landi. Hákon stýrði Noregi í 26 vetur að tali sögunnar, með þeim ágætum að hann hlaut viðurnefnið ‘góði’. Í lok sögunnar tilfærir Snorri kvæðið Hákonarmál eftir Eyvind skáldaspilli, eitt hið mesta snilldarverk meðal fornra norrænna kvæða.

Haralds saga gráfeldar. Þegar leið á veldistíð Hákonar góða komu synir Eiríks blóðaxar sunnan úr Danmörku og tóku að herja á ríki hans. Þeir voru kenndir við móður sína og kallaðir Gunnhildarsynir. Haraldur sem nefndur var gráfeldur fór fyrir þeim bræðrum. Þeir felldu Hákon í frægri orrustu á Fitjum á eynni Storð. Réðu þeir síðan fyrir Noregi um hríð uns Haraldur var drepinn með vélræðum af hálfu Hákonar Hlaðajarls. Hákon réð síðan sem jarl yfir Noregi langa hríð seint á 10. öld.

Ólafs saga Tryggvasonar segir frá hinum fræga og glæsilega kristniboðskonungi Noregs og Íslands. Ungur lá hann í víkingu, en tók kristna trú fyrir vestan haf og hélt síðan til Noregs. Hákon jarl var þá orðinn óvinsæll af landsfólki, og fór svo að þræll hans réð honum bana, en Ólafur var til konungs tekinn um land allt. Hann lagði mikið kapp á að kristna Noreg og þau lönd er þaðan voru byggð, meðal annarra Ísland. Eftir aðeins fimm ára konungstíð féll hann í mikilli sjóorrustu við eyna Svöld.

Bjarni Aðalbjarnarson gaf út með inngangi og skýringum.

Tengdar bækur

14.890 kr.
5.390 kr.
2.490 kr.
3.290 kr.
2.990 kr.
3.190 kr.
Placeholder
4.790 kr.
2.990 kr.4.290 kr.
Sturlunga
14.890 kr.
Orkneyinga saga
5.390 kr.
Morkinskinna I&II: Íslenzk fornrit XXIII and XIV
8.890 kr.
Danakonunga sögur: Íslenzk fornrit XXXV
5.390 kr.
Hákonar saga I&II: Íslenzk fornrit XXXI–XXXII
8.890 kr.
Sverris saga: Íslenzk fornrit XXX
5.390 kr.
Ágrip af Noregskonungasögum - Fagurskinna Noregs konunga tal: Íslenzk fornrit XXIX
5.390 kr.
Heimskringla III: Íslenzk fornrit XXVIII
5.390 kr.
Heimskringla II: Íslenzk fornrit XXVII
5.390 kr.
Færeyinga saga - Ólafs saga odds
5.390 kr.
Biskupa sögur III: Íslenzk fornrit XVII
5.390 kr.
Biskupa sögur II: Íslenzk fornrit XVI
5.390 kr.

INNskráning

Nýskráning