Heilsubók Jóhönnu: Eiturefnin og plasið í daglegu lífi okkar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 464 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2020 | 3.490 kr. |
Heilsubók Jóhönnu: Eiturefnin og plasið í daglegu lífi okkar
3.490 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Kilja | 2020 | 464 | 3.490 kr. | ||
Rafbók | 2020 | 3.490 kr. |
Um bókina
Manngerð eiturefni af ýmsu tagi eru orðin hluti af daglegu lífi okkar. Stundum vitum við af þeim en oftar eru þau ósýnileg í vörum sem við höldum að séu skaðlausar. Og þau eru úti um allt; í matvælum, drykkjarvatni, leikföngum, húsgögnum, snyrtivörum og fatnaði, svo eitthvað sé nefnt.
Í þessari stórfróðlegu bók er farið yfir hvar þessi efni er að finna, hvaða áhrif þau hafa á okkur og lífríkið almennt. Þá er einnig fjallað um þann mikla vanda sem taumlaus framleiðsla og notkun á plasti skapar.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir hefur á undanförnum árum sökkt sér niður í fjölda rannsókna um þessi málefni. Hér veitir hún innsýn í heim þar sem öflug hagsmunaöfl takast á við óháða vísindamenn og samtök sem berjast gegn óhóflegri notkun eiturefna. Heilsubók Jóhönnu – Matur, lífsstíll, sjúkdómar vakti mikla athygli þegar hún kom út og sat á metsölulistum í margar vikur.
Ómissandi bók fyrir þig, fjölskyldu þína og lífið á jörðinni!