Hans Blær
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 335 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 335 | 3.390 kr. | ||
Rafbók | 2018 | 990 kr. | |||
Hljóðbók - streymi | 2018 | App | 1.990 kr. | Setja í körfu |
Um bókina
Dömur mínar og lollarar, ég þakka ykkur frá innstu hjartarótum fyrir að setja ykkur í samband en háværar frásagnir af afhroði mínu, hruni, dauða, æruleysi og eignabruna eru sem sagt heldur orðum auknar: Ég lifi, sprikla og dilla mér þótt fjölmiðlar beri á mig ímyndaðar sakir og leyfi *sérfræðingum* (lol) að skálda í eyðurnar af sínu annálaða andríki.
Það er ekki liðin heil nótt frá því lögreglan barði að dyrum á Samastað, ekki hálf klukkustund frá því ég var sjálft hrakið á flótta, og sögurnar sem ég hef fyrir kærleika guðanna fengið að lesa um sjálft mig í þeim miðlum sem kalla sig „hefðbundna“ eða jafnvel „krítíska“ (he he) telja sennilega á annan tug. Það er að sönnu gaman að fylgjast með – svona einsog það er gaman að horfa á skordýr sem lent hefur á bakinu sprikla í þeirri von að finna fæturna aftur – en er þetta ekki pínulítið aumkunarvert? Í alvöru.
Fyrir 22 klst. 11 mín. síðan.
622 líkar við þessa stöðu.
181 hafa gert athugasemd.
Eiríkur Örn Norðdahl stendur í fremstu röð íslenskra samtímahöfunda og hafa bækur hans komið
út og hlotið margs konar viðurkenningar víða um heim. Fyrir skáldsöguna Illsku hlaut hann Íslensku bókmenntaverðlaunin og var tilnefndur til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Hér skoðar hann samtíma okkar með fránum augum nettröllsins Hans Blævar sem allt sér og engum hlífir.
ATH. Hljóðbókin er afhent rafrænt og hægt er að hlusta á hana beint í gegnum app Forlagsins eða vafra. Hér má lesa meira um hljóðbækur fyrir appið.
Hljóðbókin er um 12 klukkustundir að lengd. Höfundur les.
Hér má hlusta á sýnishorn úr fyrsta kafla streymishljóðbókarinnar:
6 umsagnir um Hans Blær
Arnar Tómas –
„…gráglettinn og gassafenginn.“
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir / Fréttablaðið
Arnar Tómas –
„Hans Blær er ógeðslega áhugaverður karakter, hán er gáfað, sjarmerandi, elskandi, en umfram allt mennskt … Hán er bæði ýkt útgáfa af netrölli og hán er ýkt útgáfa af bjargvætti. Grillandi heit skáldsaga. Heldur manni allan tímann og rúmlega það.“
Mugison
Arnar Tómas –
„Eiríkur er einn af albestu stílistum landsins og Hans Blær er ókynja, gervamölvandi, sílækað og fyrirlitið hán sem étur samtímann í morgunmat.“
Steinar Bragi Guðmundsson
Elín Pálsdóttir –
„Afar afar mikilvægur höfundur er hér kominn fram á sjónarsviðið.“
Livrés Hebdo, Frakklandi (um Illsku)
Elín Pálsdóttir –
„Heildstætt og ögrandi verk, sem við þurfum á að halda til að takast á við samfélag í rugli.“
Steinunn Inga Óttarsdóttir / Víðsjá (um Óratorrek)
Elín Pálsdóttir –
„Tónn Eiríks Arnar Norðdahl býr yfir frumleika sem setur vanahugsunina úr skorðum.“
Mathieu Lindon / Libération (Um Heimsku)