Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Hamir / Sheaths
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 70 | 4.890 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2020 | 70 | 4.890 kr. |
Um bókina
Bókin Hamir byggir á samleik ljóðrænna texta og teikninga og vatnslitamynda af fatnaði eftir Önnu Jóa. Verkin fjalla um klæði og hami hvers konar og tengsl þeirra við híbýli og tímans rás. Meðfram þessum tengslum við persónulegt rými og hversdagslegan veruleika, fela verkin í sér víðtækari könnun og tjáningu.
Hugsanir listamannsins um tímann og staði fléttuðust saman við gerð myndanna og rötuðu á blað sem textar sem í víðari skilningi fjalla um sköpunarferlið og um myndbreytingareðli umhverfis og hugarheima.
Ljóðatextar birtast einnig í enskri þýðingu Söruh Brownsberger og í bókinni er eftirmáli eftir Jóhannes Dagsson á báðum málunum.