Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Hallgrímskver
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 382 | 6.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2014 | 382 | 6.290 kr. |
Um bókina
Fjórar aldir eru nú liðnar frá fæðingu Hallgríms Péturssonar (1614–1674) sem hefur lengi verið eitt ástsælasta skáld þjóðarinnar, ekki síst fyrir Passíusálmana. Þetta úrval sýnir vel hversu margbreytt skrif hans voru: hann orti um mat og tóbak, fiskveiðar, bústörf og veður, samdi ádeilur, mannlýsingar, rímþrautir og trúarljóð.
Margrét Eggertsdóttir, rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og sérfræðingur í verkum Hallgríms, sér um útgáfuna, velur efnið og ritar formála, orðskýringar og stutta texta um einstök ljóð.
1 umsögn um Hallgrímskver
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„… dásamleg bók í fallegri rauðri flauelskápu … Afskaplega eiguleg bók sem hefur góða innsýn í verk Hallgríms.“
Guðríður Haraldsdóttir / Vikan