Bæta á óskalistaEr á óskalista
Bæta á óskalista
Halldór Laxness – úrvalsbók
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | 3.880 kr. | |||
Kilja | 2007 | 2.375 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2007 | 3.880 kr. | |||
Kilja | 2007 | 2.375 kr. |
Um bókina
Í þessari einu bók eru 24 verk eftir Halldór Laxness sem Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur og rithöfundur hefur valið: hlutar úr skáldsögum, smásögur, ritgerðir og ljóð og auk þess tvær skáldsögur í heilu lagi, Brekkukotsannáll og Kristnihald undir Jökli.
Úrvalið nær yfir sextíu ár af höfundarferli Halldórs og á að gefa glögga mynd af fjölbreytninni í viðfangsefnum hans og efnistökum. Öll verkin eru birt með venjulegri nútímastafsetningu, en sérkennilegar orð- og beygingarmyndir skáldsins fá að sjálfsögðu að halda sér.
Aftast í bókinni er að finna skrá yfir bækur Halldórs Laxness og jafnframt skrá yfir helstu bækur sem til eru um hann á íslensku.