Háborgin

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2013 305 4.345 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Kilja 2013 305 4.345 kr.
spinner

Um bókina

Ólafur Rastrick er doktor í sagnfræði frá Háskóla Íslands og aðjúnkt í þjóðfræði við sama skóla. Rannsóknarsvið Ólafs er menningarsaga nítjándu og tuttugustu aldar og hafa birst eftir hann greinar í innlendum og erlendum ritum, s.s. um þátt postulínshunda í íslenskri menningarsögu og hugmyndir íslenskra menntamanna í byrjun tuttugustu aldar um fegurð og sálarlíf kvenna. Við Háskóla Íslands hefur Ólafur meðal annars kennt námskeið um menningararf, ómenningu og menningarsögu líkamans.
Háborgin er byggð á doktorsritgerð höfundar. Í henni eru nýlegar kenningar úr hug- og félagsvísindum notaðar til að greina hvernig stjórnvaldi var beitt til að móta menningu Íslendinga. Rannsóknin er söguleg athugun á menningarstefnu í mótun og dregur upp mynd af samspili menningar og samfélagslegs valds. Fræðilegt sjónarhorn hennar er sótt í hugmyndir franska heimspekingsins Michels Foucaults um eðli og einkenni stjórnvalds í nútímasamfélögum. Hugtakið stjórnvaldstækni, sem ættað er úr smiðju Foucaults, er notað skipulega til að kanna hvernig samfélagslegu valdi hefur verið beitt á óbeinan hátt til að skjóta stoðum undir, hafa áhrif á og hagnýta fagurlistir til þess að þróa og móta menningu Íslendinga í víðum skilningi.

Tengdar bækur

2.790 kr.
3.890 kr.
3.590 kr.
4.290 kr.7.690 kr.
990 kr.1.990 kr.
1.590 kr.

INNskráning

Nýskráning