Gylfi Gíslasson
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2008 | 3.880 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2008 | 3.880 kr. |
Um bókina
„Löngu tímabær bók. Miklu merkilegri myndlistamaður en margir halda. … Sláandi gott dæmi um íslenskan popplistamann.“
Guðmundur Oddur Magnússon (Goddur) / Kiljan
„Það er enginn vandi að halda uppi glæsileika með ríkidæmi, það er miklu erfiðara í fátæktinni, en það er ekkert sem jafnast á við fegurð og glæsileika í fátækt, því þar er það hið innra ríkidæmi, fágunin og stíllinn sem koma saman. Bruðlið er svo þreytandi, og vandalítið.“
Þessar athyglisverðu hugleiðingar eru úr dagbók Gylfa Gíslasonar myndlistarmanns sem var fæddur í miðbæ Reykjavíkur og bjó þar lengst af. Hann setti svip á bæinn enda kom hann furðuvíða við sem listamaður, hönnuður og fjölmiðlamaður eftir að hann sneri sér frá húsasmíði og að myndlist um 1970. Gylfi féll sviplega frá í febrúar 2006, daginn áður en hann átti að taka við Íslensku bókmenntaverðlaununum fyrir sinn þátt í stóru Kjarvalsbókinni. Í nýrri bók með nafni Gylfa er ævi hans og listferill rakinn og birtur mikill fjöldi ljósmynda og mynda af verkum hans, teikningum, vatnslitamyndum, grafík og olíumálverkum.
Gylfi átti nokkur blómaskeið í útvarpi og sjónvarpi enda var hann náttúrutalent á því sviði. Bókinni fylgir skemmtilegur geisladiskur með þremur þáttum hans fyrir sjónvarp, menningarþættinum Vöku um byggingarlist í Reykjavík frá 1978, einn Útlínuþáttur og frábært innslag um hattana hans Kjarvals úr Mósaikþætti.
Bókin er gefin út í samvinnu Forlagsins og Óhemju, forlags barna Gylfa. Meginmál bókarinnar skrifar Silja Aðalsteinsdóttir, ritstjórn annaðist Hjálmar Sveinsson, en Harri sá um umbrot. Bókin er 240 bls., hinn fegursti prentgripur, unninn í Odda.