Gummi – Saga Guðmundar Hafsteinssonar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 237 | 7.290 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2024 | 237 | 7.290 kr. |
Um bókina
Hér er sögð stórbrotin saga Guðmundar Hafsteinssonar (Gumma) en hann er líklega sá Íslendingur sem hefur náð lengst á framabraut í tæknigeiranum í Kísildal í Kaliforníu. Viðburðaríkum ferli Gumma er fylgt eftir, allt frá því að hann fékk ungur að aldri áhuga á forritun og þar til hann komst til æðstu metorða hjá Google.
Ferðalagið úr stofunni í Breiðholti á níunda áratugnum og alla leið í fremstu víglínu gervigreindarbyltingarinnar hjá bandarískum tæknirisa er ein áhugaverðasta ævisaga sem komið hefur út hér á landi um nokkurt skeið. Hér má lesa um kynni Gumma af mestu áhrifamönnum greinarinnar, eins og Steve Jobs hjá Apple, Mark Zuckerberg hjá Facebook-Meta og stofnendum Google.
Snorri Másson, blaðamaður og rithöfundur, skrifar hér lipra frásögn þar sem lesandinn fær innsýn í dulinn heim tæknirisanna. Ferill Gumma, sem nú er stjórnarformaður Icelandair, er saga af tækniframförum 21. aldar og slík saga hefur sjaldan átt eins brýnt erindi við samtímann og einmitt nú.
Umsagnir
Engar umsagnir komnar