Gullinasni eða myndbreytingar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2001 | 990 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Mjúk spjöld | 2001 | 990 kr. |
Um bókina
Eitt af meistaraverkum latneskra bókmennta, skrifað á annari öld eftir Krist. Í þessari bráðskemmtilegu bók segir af ævintýrum ungs manns, Lúkíusar, sem fjölkunnug kona breytir í asna, en hann gengur síðan kaupum og sölum milli manna og verður vitni að ýmsu misjöfnu í samfélaginu. Í bókinni skiptist á gaman og alvara þar sem skrautleg saga asnans er rakin, en eins og í öllum góðum sögum er endirinn í senn óvæntur og lærdómsríkur. Gullinasni hefur stundum verið kölluð fyrsta þroskasagan: sál aðalpersónunnar verður hólpin eftir að hafa gengið í gegnum verulegar þrengingar.
Kristján Árnason ritar ítarlegan og fróðlegan formála að verkinu þar sem hann segir m.a.: „Þannig hefur hún að geyma fjölmargt það sem hver getur tekið til sín og notið eftir því sem hann hefur eðli, innræti og andlega burði til, þar sem hún sameinar andstæður: almennar flökkusögur og sjálfsævisögulega þætti, raunsæi og hugsæi, skop og alvöru, gáska og lotningu, og spannar hin ólíkustu svið mannlífsins, allt frá hinni dýpstu lægingu til hinnar mestu upphafningar. „
Þýðandinn, Erlingur E. Halldórsson, er einn af merkustu og afkastamestu þýðendum þjóðarinnar. Auk þýðinga á ljóðum eftir Baudelaire og leikritum eftir Brecht, hefur hann þýtt nokkur af helstu stórvirkjum bókmenntasögunnar: Gargantúa og Pantagrúl eftir Rabelais, Satýrikon eftir Petróníus og Tídægru eftir Boccaccio.