Guðni – léttur í lund
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 3.100 kr. | |||
Geisladiskur | 2013 | Mp3 | 99 kr. |
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2013 | 3.100 kr. | |||
Geisladiskur | 2013 | Mp3 | 99 kr. |
Um bókina
Guðni Ágústsson er löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi. Hann er annálaður sagnamaður og njóta fáir viðlíka vinsælda sem tækifærisræðumenn og hann, auk þess sem miklar sögur hafa lengi gengið um hann sjálfan.
Í þessari bráðskemmtilegu bók segir Guðni með sínum kjarnyrta hætti sögur af forvitnilegu fólki sem hann hefur mætt á lífsleiðinni – og sjálfum sér. Hér stíga fram á sviðið óþekktir bændur úr Flóanum jafnt sem þjóðkunnir stjórnmálamenn af öllum stærðum og gerðum.
Í bókinni eru sögur af kynlegum kvistum og vammlausum embættismönnum, skagfirskum indíána, mögnuðum draugagangi, flótta út um þakglugga, manndrápsferð til Kína, afdrifaríku fallhlífarstökki og eftirminnilegar vísur – svo eitthvað sé nefnt. Þá segja ýmsir þjóðþekktir menn litríkar sögur af Guðna.
Guðni – Léttur í lund er sannkallaður lífsins elixír sem bætir, hressir og kætir!
ATH. Hljóðbókin er aðeins til á geisladiski (CD eða Mp3) sem er afhentur í pósti eða sóttur í Bókabúð Forlagsins. Hér má finna hljóðbækur okkar sem eru aðgengilegar rafrænt í streymi.