Grunur

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2021 1.990 kr.
spinner
Kilja 2021 333 3.490 kr.
spinner

Grunur

1.990 kr.3.490 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Rafbók 2021 1.990 kr.
spinner
Kilja 2021 333 3.490 kr.
spinner

Um bókina

Grunur er mögnuð og taugatrekkjandi skáldsaga um martröð hverrar móður – að geta ekki elskað barnið sitt. Og um líðan konu sem enginn trúir.

Þegar Blythe eignast dóttur er hún staðráðin í að veita henni alla þá ást og hlýju sem hún fór sjálf á mis við í bernsku. En í þreytuþokunni fyrstu mánuðina eftir fæðinguna sannfærist hún um að eitthvað sé afbrigðilegt við hegðun Violet litlu – hún sé ekki eins og önnur börn.

Eða er það hún sjálf sem eitthvað er að? Manninum hennar finnst hún vera ímyndunarveik og með tímanum fer hún að efast æ meira um dómgreind sína og geðheilsu. Er ættgengt að vera óhæf móðir?

Þegar annað barn fæðist líður henni þó öðruvísi og ástin kviknar strax. En óöryggið gagnvart Violet hverfur ekki; Blythe er alltaf á nálum um að eitthvað hræðilegt gerist. Daginn sem það gerist verður óbærilegur grunur að ískaldri vissu.

Þessi fyrsta bók kanadíska rithöfundarins Ashley Audrain kom út í ársbyrjun 2021, sló strax í gegn og komst á fjölda metsölulista. Ragna Sigurðardóttir þýðir.

Tengdar bækur

2.990 kr.4.290 kr.

INNskráning

Nýskráning