Grimmsævintýri fyrir unga og gamla

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 446 6.990 kr.
spinner

Grimmsævintýri fyrir unga og gamla

6.990 kr.

Grimmsævintýri
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2015 446 6.990 kr.
spinner

Um bókina

„Hraði er mikill kostur í ævintýrum.
Tökum sem dæmi söguupphafið.
Við þurfum ekki annað en „Einu sinni var …“
og allt er komið á fulla ferð.“

Bræðurnir Jacob og Wilhelm Grimm söfnuðu þýskum ævintýrum í upphafi 19. aldar og fyrsta ævintýrasafn þeirra kom út 1812. Á næstu árum og áratugum kom hver útgáfan af annarri, endurbætt og aukin, uns safnið hafði náð fullri stærð árið 1857. Nú er það talið áhrifamesta ævintýrasafn í heimi.

Í þýðingu sína á ensku valdi breski rithöfundurinn Philip Pullman þau 53 ævintýri sem honum fundust skemmtilegust. Hann sýnir verki bræðranna fyllsta trúnað en segir sögurnar samt á sinn hátt, breytir til dæmis frásögn sögumanns sums staðar í samtöl persóna. Leiðarhnoða Pullmans var ævinlega: Hvernig myndi ég segja þessa sögu sjálfur ef ég hefði heyrt hana og vildi láta hana ganga áfram? Skýringar hans við sögurnar eru fróðlegar og skemmtilegar og hefur þýðandinn, Silja Aðalsteinsdóttir, aukið við þær upplýsingum um íslenskar gerðir ævintýranna ef þær eru til.

* * * * *
„Skemmst er frá því að segja að hér er komin unaðsleg bók sem hægt er að lesa aftur og aftur og njóta lestursins ætíð jafn vel … Grimmsævintýrin eru mun fjölbreytilegri en margir ætla … Þýðing Silju Aðalsteinsdóttur er einkar góð, textinn er blæ­ brigðamikill, fallegur þegar við á og hressilegur þegar það er við hæfi. Pullman setur skýringar aftan við sögurnar og Silja hefur bætt við þær upplýsingum um íslenskar gerðir ævintýranna þar sem þær eru til.“
Kolbrún Bergþórsdóttir / DV

Tengdar bækur

Bækur duftsins: Villimærin fagra
490 kr.2.990 kr.
Gyllti áttavitinn
1.790 kr.
Skuggasjónaukinn
1.790 kr.

INNskráning

Nýskráning