Golf á Íslandi

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 806 4.290 kr.
spinner
Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2012 806 4.290 kr.
spinner

Um bókina

Saga golfs á Íslandi er ævintýri. Hún segir frá því hvernig frumherjarnir ruddu ótrauðir brautina og hvernig tókst að gera íþróttina að almenningseign – því golf er ein vinsælasta íþrótt sem stunduð er hér á landi. Golfsaga Íslands spannar ekki nema mannsaldur en hún hefur að geyma frásagnir af stórum viðburðum, mótlæti og eftirminnilegum sigrum.

Í tilefni af 70 ára afmæli Golfsambands Íslands var ráðist í að skrá þessa sögu sem kemur hér fyrir augu lesenda í tveimur bindum. Í fyrra bindinu, Upphafshögginu, er sagt frá frumkvöðlum og forystumönnum, stofnun helstu golfklúbba og hvernig þessi almenningsíþrótt breiddist út um landið. Ritið gefur góða yfirsýn um allt það sem kylfingar landsins hafa aðhafst frá því að þessi íþrótt ruddi sér til rúms á fjórða áratug síðustu aldar. Sagan er skráð af nákvæmni, í fjörlegum og læsilegum stíl, studd fjölda skemmtilegra mynda sem sýna hver þróunin varð og hvernig takmarkinu var náð.

Meginefni seinna bindisins, Golfhringsins, er tileinkað golfklúbbum og golfvöllum landsins. Saga og starfsemi hvers klúbbs er rakin og gott myndaúrval sýnir þá margbreytni sem einkennir hina fjölmörgu golfvelli landsins. Saga Íslandsmótsins í golfi er vörðuð ógleymanlegum atvikum sem oft voru fest á filmu.

Tengdar bækur

3.490 kr.4.090 kr.
3.490 kr.3.890 kr.
Skipskaðar á svörtum söndum
3.490 kr.3.790 kr.
Halaveðrið mikla
990 kr.3.490 kr.
Þrautgóðir á raunastund 1950-1975
1.490 kr.3.490 kr.
Þrautgóðir á raunastund
1.490 kr.3.490 kr.
3.390 kr.
3.290 kr.
2.490 kr.
3.590 kr.
4.290 kr.7.690 kr.
4.990 kr.
6.790 kr.

INNskráning

Nýskráning