Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 247 | 5.190 kr. |
Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar
5.190 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 247 | 5.190 kr. |
Um bókina
Inga og Gísli Egill hafa lengi haft brennandi áhuga á mat og matargerð og viðað að sér víðtækri þekkingu og reynslu. Í þessari einstöku bók sýna þau hvernig fjölskyldan getur notið þess besta sem lífið hefur að bjóða með því að þiggja gjafir náttúrunnar; rækta, tína, veiða, verka og nýta – og elda síðan og framreiða það sem hollt er og gott.
Í bókinni má finna einfaldar leiðbeiningar um öflun, ræktun og meðhöndlun á ýmiss konar árstíðabundnu íslensku hráefni. Sagt er í myndum og máli frá fjölbreyttri matseld, verkun og vinnslu, svo sem súrdeigsbakstri, söltun, reykingu, ostagerð, pylsugerð og meðferð villibráðar.
En fyrst og fremst gefa Inga og Gísli Egill uppskriftir að miklum fjölda girnilegra rétta, ljúffengum hversdagsmat í bland við gómsæta veislurétti. Bókin er prýdd stórglæsilegum ljósmyndum af mat, matargerð, fæðuöflun og íslenskri náttúru.
3 umsagnir um Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Ég fékk í hendurnar á dögunum íslenska matreiðslubók sem er svo fagurlega tekin og haganlega fram sett að vinkona mín sagðist helst vilja sleikja blaðsíðurnar. Bók sem hefur allt til að bera að geta orðið fjölskylduvinur.“
Helga Ferdinandsdóttir / Druslubækur og doðrantar (www.bokvit.blogspot.com)
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Það er augljóst að bókin er unnin af ástríðu og hún á eftir að verða að ómissandi flettiriti á íslenskum heimilum um ókominn tíma því fjölbreytnin er svo mikil. Það sem heillaði mig mest er að um leið og bókin er kirfilega staðsett í nútímanum kinkar hún kolli til klassískrar matargerðar. Einfaldleikinn og virðingin fyrir hráefninu skín hér ætíð í gegn. Gullfallegar myndir sem prýða bókina gera það að verkum að maður getur ekki beðið eftir að hefjast handa í eldhúsinu.“
Eirný Sigurðardóttir / Eigandi ostabúðarinnar Búrið
Kristrún Heiða Hauksdóttir –
„Uppskriftir eru jarðbundnar og skýrar, þar sem leiðbeiningar eru flóknar eru verkferlar raktir í myndum og allt efni sett fram á persónulegan, jákvæðan og ljósan máta.“
Páll Baldvin Baldvinsson / Fréttatíminn