Germanía

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2001 136 2.990 kr.
spinner

Germanía

2.990 kr.

Gerð ÚtgáfuárSíðurVerðMagn
Innbundin 2001 136 2.990 kr.
spinner

Um bókina

Germanía er annað rit Tacitusar sem kemur út í röð Lærdómsrita. Sagnaritarinn segir hér frá germönskum þjóðum villimanna sem voru nágrannar Rómverja í norðri, lýsir þjóðfélagsgerð þeirra, staðháttum og siðum einstakra þjóðflokka. Verkið á því mest skylt við mannfræði, en markmið höfundar voru líkast til í og með pólitísk og án efa siðferðileg, enda lítur höfundur á það sem hlutverk sagnfræðingsins að leggja dóm á verk þeirra sem stjórna gangi sögunnar. Í Germaníu má hvarvetna lesa á milli línanna fordæmingu á hinu lastafulla líferni Rómverja andspænis dyggðum Germana, þótt skýrt komi fram að víst séu ýmsir ágallar á lifnaðarháttum þeirra.

Um höfundinn, sem einnig lét eftir sig stórvirkin Annales og Historiae, er fátt vitað utan það að hann var uppi á fyrstu og annarri öld eftir Krist og átti farsælan embættisferil en hófst til virðingar fyrir sagnfræðistörf sín og mælskulist. Þess ber að geta að sagnfræði þeirra tíma var talin til listgreina og sjálfsagt að höfundur slíkra verka tæki sér skáldaleyfi, ýkti og sleppti að greina frá því sem honum þótti síður mikilvægt. Rík áhersla var lögð á stíl og hljómfegurð textans og bera verk Tacitusar þess glöggt vitni. Hann er þó talinn fara iðulega rétt með staðreyndir og ýmislegt sem hann segir um germönsku þjóðflokkana hafa fornleifafundir staðfest. Þessi bók er því merk heimild um lifnaðarhætti Germana, átrúnað þeirra og siði, og þeim mun dýrmætari sem fáar aðrar samtímaheimildir hafa varðveist.

Þar að auki er frásögn Tacitusar hin skemmtilegasta aflestrar. Hann lýsir hrjóstrugu landslagi svæðisins, frumstæðum landbúnaði ættbálkasamfélagsins og hugprúðum og baráttuglöðum íbúunum. Fólkið er sagt gestrisið, matargerð einföld en konur skírlífar og fari sjálfar með uppeldi barna sinna, öfugt við það sem tíðkaðist meðal Rómverja. Leti Germana er þó átalin, jafnframt sóðaskapur, óhófleg drykkja og spilafíkn, svo eitthvað sé nefnt.

Þýðing Páls Sveinssonar frá 1928, sem hér er endurútgefin, er einkar læsileg. Guðmundur J. Guðmundsson hefur endurskoðað skýringar Páls og ritar einnig inngang þar sem samskipti Rómverja við Germani eru rakin og grein gerð fyrir sagnfræðingnum Tacitusi.

Annað verk höfundar, Agricola, þar sem segir frá Bretlandi og hernaði Rómverja á hendur þarlendum þjóðflokkum, hefur einnig verið gefið út sem Lærdómsrit.

Tengdar bækur

6.890 kr.
2.790 kr.
4.090 kr.
2.690 kr.
3.390 kr.
3.690 kr.
saga_af_svartri_geit
3.890 kr.
4.090 kr.
13.490 kr.

INNskráning

Nýskráning