Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 425 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2012 | 490 kr. |
Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf
490 kr. – 990 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2011 | 425 | 990 kr. | ||
Rafbók | 2012 | 490 kr. |
Um bókina
Allan Karlsson vaknar upp á hundraðasta afmælisdegi sínum – og skyndilega treystir hann sér ekki í þá afmælishátíð sem skipulögð hefur verið á elliheimilinu heldur skrönglast út um gluggann og lætur sig hverfa. Á flóttanum lendir hann í ævintýralegum aðstæðum en rekur um leið ótrúlegt lífshlaup sitt þar sem við sögu koma ýmis frægðarmenni undangenginnar aldar, svo sem Franco hershöfðingi, Harry S. Truman, Stalín, Maó Tse Tung og Kim II Sung. Flakk öldungsins um Svíþjóð verður því eins konar rússíbanaferð í gegnum 20. öldina, þar sem Allan reynist heldur betur hafa komið við sögu – og mikið vafamál hvort það hafi verið veröldinni til góðs.
Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf er fyrsta bók höfundarins en varð óvænt ein helsta metsölubók síðari ára í Svíþjóð og fer nú sigurför um önnur lönd. Ærslafengin og hugmyndarík saga, bráðfyndin og heillandi – sannkölluð gleðisprengja!
Páll Valsson þýddi.