Galdra-Manga – Dóttir þess brennda
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 304 | 5.290 kr. | ||
Kilja | 2019 | 304 | 2.990 kr. |
Galdra-Manga – Dóttir þess brennda
2.990 kr. – 5.290 kr.
Bæta á óskalistaEr á óskalista Bæta á óskalista
Gerð | Útgáfuár | Síður | Verð | Magn | |
---|---|---|---|---|---|
Innbundin | 2018 | 304 | 5.290 kr. | ||
Kilja | 2019 | 304 | 2.990 kr. |
Um bókina
Manga er ung heimasæta á kostajörðinni Munaðarnesi á Ströndum á 17. öld. Fjölskylda hennar er bjargálna og talin kunna fleira fyrir sér en almennt gerist. En þegar undarlegir fyrirburðir verða í sóknarkirkjunni í Árnesi er sjónum yfirvalda beint að Munaðarnesfólkinu.
Í upphafi frásagnarinnar er Manga lögð á flótta yfir heiðina vestur í Ísafjarðardjúp eftir að Þorleifur Kortsson sýslumaður hefur látið brenna föður hennar á báli fyrir galdra. Sjálf er hún útskúfuð og sætir ásökunum sveitunga sinna um fjölkynngi. Lesandinn fylgir Möngu á flóttanum og í baráttu hennar fyrir réttlæti, en um leið eru rifjaðir upp atburðirnir sem leiddu til þess að hún forðaði sér.
Sagan er byggð á raunverulegum atburðum og þjóðsagnapersónan Galdra-Manga fær hér uppreisn æru.